Skrefi nær mannheimum

mér tókst að komast í bað áðan, tilfinningin er yndisleg.

Hér hefur kallinn minn jólast í dag, ég með óstjórnlegan hósta hef bara setið á hliðarlínunni. Hóstanum fyrir vesen, ósmekklegt vesen sem ég læt liggja milli hluta. Það vill til að kallinn er umburðarlyndur.

Ég minni ykkur á ljós fyrir Þórdísi Tinnu og Kolbrúnu Ragnheiði. Ég var svo heppin að kær vinkona færði mér kerti fyrir nokkru. Það fékk hlutverkið að vera fyrirbænaljósið góða.

Kertasíðan hennar er svo hérna fyrir þá sem vilja líka setja rafræn kerti.

Nú fauk í mig ! Það var að byrja þessi helv..hreingerningarþáttur og stefið sem notað var var stefið sem notað var í jarðarför Himma. Andsk....fór þetta í mig.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það má nú fjúka í þig yfir því.... andsk. hreingerningaþáttur segi ég bara, eins og þú.  Sumt er og á að vera heilagt.  Mér finnst agalegt að heyra í kirkjuklukkunum, sem hringja inn jólin í einhverri auglýsingunni.  Hvar endar þetta ?

Hér loga kerti fyrir Þórdísi Tinnu og Kolbrúnu Ragnheiði. 

Farðu svo að láta þér batna vinkona.  

Anna Einarsdóttir, 18.12.2007 kl. 21:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra að heilsan er að skána.  Við verðum að senda Gurrý karl svo hun svitni og nái ur sér slæmskunni,.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: kidda

Það er þó eitt gott við hóstann ef það fylgir honum eitthvert ógeð

Haltu áfram að fara vel með þig og passaðu þig á að fara ekki of snemma út

Knús og klús

kidda, 19.12.2007 kl. 09:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi batnar þér sem fyrst Ragnheiður mín.  Það er von að þetta fari svona djúpt í þig, þar sem allt systemið er í ójafnvægi eftir alla lífsreynsluna.  En þetta þokast smátt og smátt elskuleg.  Knús á þig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 11:18

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hver er þórdís Tinna og kolbrún? 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.12.2007 kl. 13:00

7 Smámynd: Ragnheiður

Nanna sérð síðu Þórdísar Tinnu hérna til hliðar, ofarlega í bloggvinum mínum

Ragnheiður , 19.12.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband