Húki hér ein

en þó ekki alveg. Kallinn að vinna og hinn sjúklingurinn sefur í hausinn.

Hér kom næturgestur sem greinilega er þó ekki alveg sáttur við viðurgerning sinn. Hún er rétt að klára lóðarí og botnar ekki í þessum hundaulum sem hér eru. Meiri viðvaningarnir segir hún og hristir gullna lokka. Þeir töpuðu kúlunum sínum fyrir hálfu öðru ári og vita ekkert hvað hún er að fjasa um. Til að kóróna glæpinn þá er hún með skerm á hausnum, það er að gróa á henni sár sem ekki má sleikja. Keli læknishundur sýnir sárinu mun meiri áhuga en hinum endanum sem potað er fram í hann. Þessi dama er orðin hundfúl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hahahaha, æ, það er ekki gaman að vera á greddunni og enginn til að sinna manni! Knús til þín

Bjarndís Helena Mitchell, 15.12.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ god. Þvílíkt stuð.  I Want You 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 21:07

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Tíkarlegt af henni að vera hundfúl ....

Steingrímur Helgason, 15.12.2007 kl. 21:08

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Kvitt hér með góðum bata kveðjum til ykkar beggja...

Knús til ykkar allra frá okkur í Grindavíkinni. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.12.2007 kl. 21:28

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Getur Keli virkilega verið svona tíkarlegur ;-)?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.12.2007 kl. 21:30

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Voff!

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.12.2007 kl. 21:39

7 Smámynd: Solla

Hahaha snild. Þetta langar mig að sjá.

Samúðar knús á Kelann frá okkur í Njarðvík

Solla, 15.12.2007 kl. 22:21

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elsku Elsku Keli. knús frá mér.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.12.2007 kl. 22:24

9 Smámynd: Ragnheiður

Nei nú fer ég í kerfi...hélt nú að þegar kúlur væru farnar þá hyrfi áhuginn....ó mæ god

Ragnheiður , 15.12.2007 kl. 22:29

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig elskan og ég vona að þú fáir svefnfrið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2007 kl. 22:48

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.12.2007 kl. 22:56

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

ÆÆ aumingja tíkin!!

Huld S. Ringsted, 15.12.2007 kl. 23:48

13 identicon

Heheh  aumingja litla skinnið.

Knús á þig Ragga mín, gott að þú sért eitthvað að lagast.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 01:54

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ófremdar ástand, hehe

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.12.2007 kl. 02:41

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2007 kl. 12:23

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús til þín elsku Ragnheiður mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.12.2007 kl. 13:36

17 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ja  hérna þetta eru herramenn þessir hundar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.12.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband