Leið á flensunni

og þessu andstyggðarroki. Hér fara bara hvuttar út með semingi, þá alveg komnir í krossfisk með allar lappir. Lappi ekki sáttur í morgun, hann komst að því að hann komst ekki upp með að lyfta bara löpp...meira þurfti hann að gera.

Skúrþak nágrannans hugsaði sér til hreyfings í dag en hér mættu vaskir menn og greinilega vanir, klömbruðu það á sinn stað og málið leystist farsællega. Sem betur fer.

Ég er eiginlega enn í frekar andstyggilegu skapi,það verður að hafa það bara.

En hefði ég hitt á þennan sem fór svo í skapið á mér í nótt þá hefði ég sparkað í hann, alveg grínlaust og áreiðanlega ekki skammast mín einusinni. Stundum er lífið búið að berja meira á manni en maður ræður við. Þá langar mann að berja til baka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi þér hlýjar hugsanir yfir hafið. Risaknús af Skaganum
 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.12.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nákvæmlega!! Stundum þarf líka að berja til baka

Hrönn Sigurðardóttir, 14.12.2007 kl. 17:53

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Það er gott að skrifa sig frá reiðinni líka. Þú ert hetja!

Bjarndís Helena Mitchell, 14.12.2007 kl. 17:59

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Góð flensa er oftlega vantmetin ...

Að skrifa svona frá sér pirrínginn, er það ekki.

Það er hrein heilsubót, andlega sem líkamlega.

Þér gengur það fínt. 

Steingrímur Helgason, 14.12.2007 kl. 18:42

5 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Svo flott hvernig þú losar um reiðina, jamm stundum langar mann að berja til baka og kanski sérstaklega þegar maður er fastur inni og kemst ekki einu sinni í góða göngu til að fá útrás í náttúrunni og öskra út í loftið.

Knús

Kristín Snorradóttir, 14.12.2007 kl. 19:02

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Guð og Einstein gráta saman á himnum...

Æ, bara bull....

AlheimsLjós til þín, elsku Ragga!

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 19:09

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ragga mín, mig langar til að fá að setja tengil hér á færsluna mína sem presti norður í landi þótti "verulega ósmekkleg" og svar mitt til hans:

Að leggja líkn við þraut

Kannski vilja einhverjir lesa þetta.

Bestu kveðjur og farðu vel með þig, ljósið mitt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 19:20

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég skyl vel að þú sért leið á flensunni, ég er að byrja sit hér með cvitamín í glasi og svo er ég með eitthvað sem heitir neseril, ég veit að það virkar að taka fullt af cvítamíni.

Ragga mín þú ert bara flott.

ljós og orkukveðjur frá Millu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2007 kl. 20:17

9 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:22

10 identicon

Hurðu frú mín góð, það var í fréttunum um daginn að kvartað var til lögreglu undan konu nokkurri sem stóð úti á svölum og öskraði reiðina frá sér, löggan fór á staðinn og bauðst til að keyra hana útfyrir borgina þar sem hún gæti öskrað þar eins og hana lysti sem hún þáði, þegar hún hafði lokið sér af keyrðu þeir hana heim mjög sátta. Ég komst að því síðar að þetta var fyrrum nágranni minn í Lundarbrekkunni. En þetta er kannski ráð sem myndi duga þér?

Nei bara að leggja til tilllögu , þú ert nú samt krútt sko, sparkaðu bara í þann sem þér finnst eiga skilið spark .

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:25

11 Smámynd: Ragnheiður

hehe takk MaggaÖ...líst ekki á að fara út og æpa núna í þessu roki, ég myndi blásast upp eins og blaðra en yrði áreiðanlega aldrei meir pirruð....

Sem betur fer er pirringurinn að lagast, það er vont að vera reið og gerir líklega lítið gagn.

Skældi svolítið og fannst ég eiga mest bágt í heimi og leið bara betur á eftir...nú legg ég af stað upp aftur

Ragnheiður , 14.12.2007 kl. 20:29

12 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Það er gott að gráta það losar aðeins um og í sorg þarf maður að leyfa sér að láta tárinn trilla svo gráttu bara eins mikið og þú þarft

Kristín Snorradóttir, 14.12.2007 kl. 20:50

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vinkona.... þú mátt gera næstum allt, nema að vera lengi reið....því það hjálpar engum og er svo erfitt fyrir þig... og vont.  Gráttu, öskraðu, fáðu kannski boxpúða í jólagjöf til að berja,.... anything til að fá útrás.  Bara ekki vera reið. 

Anna Einarsdóttir, 15.12.2007 kl. 11:52

14 identicon

Góðan bata ! Þú verður búin að hrista þessu af þér um jólin.  Himmi verður einhversstaðar í kring um þig um jólin,vertu viss.  Skil þig vel hvað þetta er erfitt, hvernig á annað að vera þegar maður missir barnið sitt.

Nú er ég komin með blogg, eingöngu því ég var að fara að kommenta hjá þér og þurfti þá að skrá mig. Var skellihlægjandi að þessu þegar ég var allt í einu komin með bloggsíðu. En er ekki byrjuð að blogga nema eina purfufærslu en fer að fara af stað

Kveðja, Steinvör

Steinvör (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband