Jólin koma samt ?

er þaggi annars þó að ekkert sé klárt ? Ég er ekki einusinni búin að senda jólakortin....hef venjulega átt lager af kortum frá fyrra ári en nú brá svo við að hér voru til 3 stykki. Það dugar nú ekki til neins...Ég sendi nú ekki neinn gríðarlegan fjölda en samt nokkur, amk fleiri en 3.

Ég er búin að leggja niður fyrir mér línurnar í hvað ég á að kaupa fyrir liðið. Ég get auðvitað ekki sagt það hérna en þið gormarnir mínir sem lesið, ef þið eruð að spá í eitthvað sérstakt þá bara sendiði mér email eða sms.....Ég ákvað að fresta því að kaupa ljós utan á húsið, ég fann þeim aurum annan farveg og betri. Ég á allt til alls og vantar bara ekki neitt nema það eitt sem enginn getur gefið mér.

Ég sagði við Steinar um daginn að ef við hefðum ekki verið orðin svona gömul þá hefði ég hrært í 1-2 gorma handa mér að leika mér að....en njah...fæ bara lánað hjá Sollu. Hohoho.....

Hér brakaði og brast í húsinu og okkur tókst ekki að sofna fyrr en um 2 leytið, þá var Steinar búinn að setja ruslatunnuna inn á sólpall. Rétt fyrir 4 biluðust hundarnir og við framúr aftur....þá var rokið komið þeim megin, tunnan barðist um og lokið horfið af henni. Tunnan endaði inn í bílskúr og lokið fannst út á götu. Nú má ekki koma veður þá dettur mér í hug Jenný innpökkuð í teppi með kertaljós um allt.

Ég las færslu ungu konunnar sem lenti í hremmingum á JFK flugvelli, þvílík meðferð -ég var alveg klumsa og vissi ekki hvað ég ætti að segja. Oft hefur mig langað að fara til BNA og skoða þessar stórborgir en ég verð að segja að áhuginn dvínaði nokkuð, ég mun allaveganna ekki fara mína fyrstu utanlandsferð þangað. Þá líst mér betur á kirkjugarðinn í Köln með systur minni. Hún vill sjá hvar Jón Sveinsson (Nonni) er grafinn. Ég fór í fyrsta sinn á þessu ári í leikhús með systur minni og það væri náttlega ágætt að fara í fyrsta sinn til útlanda með henni.

Svo las ég færslu í gær sem gladdi mig svo mikið að ég táraðist úr hlátri, fékk næstum hiksta af hlátri eins og viðfangsefnið í þeirri færslu. Það var auðvitað ein færslan hennar Jónu minnar um fallega drenginn hennar. Takk fyrir að gleðja mig elskulega Jóna mín, það er svo mikils virði.

Ein hérna lýsir skemmtilega áhrifum þeim sem ég hef á hana sem bloggvinur. Ég brosti að því. En svo þegar maður hugsar út í það þá gæti þetta verið rétt og átt við fleiri. Að minnsta kosti fæ ég sjaldan skammir hér í kommentunum né eitthvað yfirdrull ( sem Jenný kallar að skvetta úr hlandkoppum á manns eigin síðu) . Mér fannst gaman að þessu.

Ég er enn föst innandyra en líður skár. Þessi flensa hagaði sér afar undarlega. Vaknaði hress á þriðjudegi en 10 mínútum seinna var ég komin með mikinn hita og beinverki og skreið upp í rúm aftur....var þar allan daginn nema skreið fram að sjá fréttir....skreið svo inn aftur og hélt áfram að sofa. Ég er ekki í stuði til að taka sjénsinn á að slá niður og held mig inni. Koma jólin ekki bara samt ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jólin koma samt

Sonur minn fór til BNA nokkrum sinnum á seinasta ári, honum leist ekki á eftirlitið á flugvöllunum og fannst hann kominn til fasistaríkis (eftir lýsingum á þeim að dæma). 

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 16:06

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ein jólin sendi ég engin jóla kort og það var bara alt í lagi, Litla ljósið mitt er búin að vera svona skringilega veik, var hjá okkur í nærri hálfan mánuð,

hún var svo lítil og elskaði mig svo mikið og ég átti að lúlla með henni, og amma mín ég er ljósið þitt. Hugsaðu þér Ragga mín hvað við erum lánsamar að eiga þessi litlu kríli. verð að segja þér einn góðann. Sko tölvan mín er að hrinja, það er allt að og hún er hægfarari en skjaldbaka ég ákvað áðan að við gamla settið mundum gefa hvort öðru turn í jólagjöf hringji í bróðir tengdasonar míns sem vinnur á Akureyri. Hann er háskólalærður tölvufr. og

ég ætlaði sko ekki að láta selja mér eitthvað sull

spyr hvort hann geti keypt fyrir okkur turn

Já,já, segir hann vind mér í það, takk æðislega segi ég, þú lætur mig svo vita hvað ég á að borga.

nokkru seinna hringir milla dóttir mín, ert þú rík?

hva vantar þig pening og var mjög hissa, því hún á alltaf pen. Nei segir hún en viltu ekki bara fara og kaupa þér ryksugu, ha! í hittifyrra ætluðu þau nefnilega að gefa okkur ryksugu, en engillinn minn fór og keypti eina rétt fyrir jól. Og viti menn þau ætla að gefa okkur tölvuturn í jólagjöf, en hvernig átti mér að detta það í hug???

Þá hringdi Alli sem ætlaði að kaupa hana fyrir okkur í þau alveg í öngum sínum hann gat ekkert sagt við mig annað en já. En það er og hefur ætíð verið þannig

að ég veit eða kemst að því hvað ég fæ í jólagjöf

Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Ragnheiður

Milla þó hehehehehe

Ragnheiður , 13.12.2007 kl. 17:04

4 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

já jólin koma víst hvort sem maður er tilbúinn eða ekki.

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband