Veðurskræfan bloggar

með skjálfandi fingrum ...shit hvað ég er hrædd við svona veður. Við hlógum samt að mér aulanum alla leiðina heim áðan. Steinar keyrði eins og hann væri með fullan bíl af postulíni en hélt í hendina á mér heim. Ég talaði eins og maskína (geri það alltaf þegar ég er hrædd) og rótaði í töskunni minni og fann mér allt til að gera á heimleiðinni annað en að horfa út. Ætlaði ekki að þora út í bílinn í Skógarhlíðinni, var í pilsi vegna þess að ég fór í jarðarför áður en ég mætti í vinnuna. Við skemmtum okkur við að ímynda okkur hvernig ég léti ef við værum jeppafólk. Steinar stakk upp á svefntöflum fyrir jeppaferðir og ég sá fyrir mér vorkunnarsvipinn á ímynduðum ferðafélögum, að hann skuli nenna að hafa kellinguna með sér...dæs.

Ég reyndi ekki að opna hurðina á Bens hérna heima og lét kallinn teyma mig alveg inn í hús....djís...ógeðslegt veður ....

Fékk senda æðislega mynd af fallegum bræðrum áðan og ætla að sýna ykkur hana...ég fer svo að sofa og ætla að sofa í hramminum á kallinum mínum...

PICT0172[1]

Litli mann heldur brúnaþungur en Vignir stórhrifinn af litla bróður, flottastir !!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

já þetta veður er nú ekki skemmtilegt.   Hér eru allir vakandi, og enginn svefnfriður, klæðningin að fjúka af blokkinni og lítið hægt að gera annað en að standa vaktina og bíða!!!  Ekki skemmtilegt það.  Hávaðinn er svo mikill að það er eins og það sé flugeldasýning úti!!!

Sofður rótt mín kæra

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.12.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sannarlega flottastir.

Sofðu vel Ragga mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.12.2007 kl. 00:48

3 Smámynd: Linda

æi já, þetta er hæðilegt veður hér í Grafó er allt snælduvitlaust og ég efast um að ég geti sofnað, það mæðir svo á húsið svenherb megin.  Svo ég ætla bara að hanga á fótum eins lengi og ég get.  Við bíðum róleg þetta líður eins og allt annað.

Linda, 11.12.2007 kl. 00:50

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona geta hlutir og smekur verið mismunandi.  Ég elska þetta veður en auðvitað vona ég að engin meiðist og að ekkert skemmist.  Sofðu rótt

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2007 kl. 00:51

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dásamlega fallegir bræður. Arg og krúttkast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2007 kl. 00:51

6 Smámynd: Blómið

Veðrið hundleiðinlegt hér í Hafnarfirði.  Vona að þetta fari nú að róast eitthvað  

Blómið, 11.12.2007 kl. 00:54

7 identicon

Krúttlegir bræður   Já ég skil þig með veðrið, þurfti að fara í Grindavík að vinna, dýrvitlaust veður á heimleiðinni, úfffff.. ég marghugsaði það að snúa við og fara til frænku að gista. 

En ég komst heim við krappan leik, fauk 2 útaf, og sitthvað fleira, fékk á mig ruslagám .. bíllinn kanski skemmdur veit ekki.

Knús á þig rusína.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 01:02

8 identicon

Ég skoða síðuna þína á hverjum degi, oft á dag. Þyrfti samt að vera dulegri að kommenta. Og ég yrði alveg miður mín ef að ég gæti ekki skoðað hana áfram. Vona að ég fái að vera blogg vinur þinn. Kveðja Aníta Sóley

Aníta Sóley (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 01:06

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Óttast ekki margt í lífinu en..... rok er þó eitt af því, verð eirðarlaus eins og hundur, úff mikið er ég fegin að vera staðsett á Norðurlandinu núna

Frábær mynd af sætum strákum..... ég elska börn, dásamlegar verur 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.12.2007 kl. 01:07

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Úff, ég dormaði í allt kvöld, og dreymdi fellibyl vegna látanna úti. á Belize! Gott að þið komust heil heim. Þetta veður er ekki hundi út sigandi. Algjörar rúsínur þessir drengir, knús og klús í nóttina

Bjarndís Helena Mitchell, 11.12.2007 kl. 01:42

11 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

sætir :)

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 11.12.2007 kl. 02:33

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Algjörar dúllur drengirnir þínir

Huld S. Ringsted, 11.12.2007 kl. 09:34

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegir litlu drengirnir þínir Ragnheiður mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.12.2007 kl. 10:03

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið áttu yndælan mann elsku Ragnheiður mín.  Svona eiga menn að vera.  Ég var líka ánægð með að skríða upp í fangið á mínum í gærkveldi, þegar veðurhamurinn var sem verstur. 

En mikið er stóri bróðir stoltur, yndisleg myndin af þeim bræðrunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 10:16

15 Smámynd: Dísa Dóra

Fallegir bræður

Dísa Dóra, 11.12.2007 kl. 10:33

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegir bræður og stóri bróðir greinilega montinn með þann litla

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 10:35

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín ég skil þig ofurvel, ég er svona veðurhrædd að það er gert stólpagrín af mér, en maður getur ekki gert að þessu.Hann Steinar þinn er bara góður maður, svo eru þeir bræður yndislega sætir

Þú talar um jeppafólk og svefntöflur, Ha! Ha!Ha!

við höfum ætíð verið jeppafólk og ek ég alveg á við hann, en einu sinni vorum við að fara f. Borgarnesi t.R í 40.m.á sek.hann ók bílnum er við komum að kollafirðinum gerðist alt vitlaust ég skipaði dóttur minni að pakka tvíburunum í kodda sjálf hélt ég í hurðina á bílnum, engillinn sagði ekkert, fyrr en við komum niður í mosó þá sagði hann hélstu elskan að þú hefðir haldið hurðinni ef vindurinn hefði tekið völdin? Karlmenn! hefði átt að keyra sjálf.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2007 kl. 11:16

18 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Emilía, einhvern vegin held ég að þú hafir reddað ferðinni einmitt með því að halda í hurðina , a.m.k. þegar maður hefur lesið strætóferðabloggin hennar Gurríar þar sem hún lýsir svo vel sínum ferðum með strætó í vondum veðrum hehehehe, reyndar geri ég þetta líka og ég man þá tíð að ég var svo veðurhrædd að ég hélt við veggina í húsinu mínu vestur í Saurbæ þegar hviðurnar komu úr gjánni og börðu húsið mitt  en ég er að mestu læknuð af þessari skelfingu sem betur fer.

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.12.2007 kl. 13:04

19 Smámynd: kidda

Einu sinni tilheyrði ég jeppafólki en ekki lengur, hef ekki taugar í það lengur. Samt var það einu sinni ein óskin mín að verða veðurteppt á láglendi. Hef verið það, á brún Hellisheiðar og talað var um að það hefði komið dæld í gólfið farþegameginn eftir mig þegar ég var að stíga á bremsurnar Lentum einu sinni í miklum hliðarhalla og ég skipaði strákunum að fara út úr bílnum og ætlaði sjálf en sama hvað ég reyndi þá gat ég ekki opnað hurðina. Enda ef mér hefði tekist það þá hefði ég runnið undir bílinn og bíllinn hefði oltið. Í dag þakka ég þeim sem læsti hurðinni á mig og sá til þess að strákarnir hlýddu mér ekki

Knús og klús

kidda, 11.12.2007 kl. 13:36

20 identicon

Hæ ég er ein af þeim sem les síðuna þína daglega og kvitta sjaldnast fyrir mig ég er hálf feimin við það  Ég er ekki með blogg sjálf og ætla ekki að stofna það.  En ég dáist af hreinskilni þinni og hjartagæsku  þú ert sannarlega áhugaverð manneskja sem gaman væri að þekkja. Ég skil vel að þú viljir blogga fyrir þína vini en gaman hefur verið að fylgjast með þér hingað til. Takk fyrir mig.

Með vegsemd og virðingu 

Auður Lísa 

Auður Lísa (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 14:23

21 identicon

Sætir bræður. Og enn og aftur að sjá þetta hár

Bryndís R (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband