Þið eruð náttlega indæl -viðbót 2
8.12.2007 | 23:16
en ég ætlaðist nú ekki til að hérna birtist grátkór, ég er enn bara að spá í þetta...en var líka að spá í öðru.
Hérna er haugur af bloggvinum sem ég les stundum hjá, þeir kvitta aldrei hér og eru ekki í neinum samskiptum við frú Ragnheiði. Ég hef lengi haft hug á að fækka þeim til að ég nái að sinna betur þeim sem hérna vilja vera í samskiptum. Mitt keppikefli var ekki að safna bloggvinum....hér eru þeir allt of margir.
Þeir sem vilja vera hérna áfram listaðir sem bloggvinir verða að gera vart við sig í kommenti við þessa færslu. Öðrum mun ég eyða á næstu dögum. Endirinn verður líklegast að bloggið verður aðeins opið skráðum bloggvinum. Ég mun svo sjá til áfram eftir það.
Eftir því sem ég hugsa þetta betur þá verð ég vissari í minni sök um að loka bara fyrir síðuna þannig að einungis skráðir bloggvinir á nýtilteknum listum geti bloggað. Þið sem ekki eruð skráð á Moggablogg getið þess vegna stofnað síðu þannig að ég geti bætt ykkur við. Síðan má vera tóm en hún ætti að duga til að heimila þennan aðgang.
Ég kann bölvanlega við mig svona frammi fyrir alþjóð með oft persónulega hluti og vil heldur draga mig aðeins meira í hlé.
Fór í mis við kall minn í morgun, reyndi að hringja og hann á tali. Hringdi aftur og hann á tali. Hringdi oftar og hann enn á tali. Ætli þið séuð búin að fatta að honum finnst gaman að tala í símann ? Hann á einn vin sem hann talar rosalega mikið við, konan hans nennir aldrei að tala við hann í símann hohoho. Sé karlugluna úr Ártúnsbrekkunni. Hentist á eftir honum og uppað hlið hans og flautaði á hann og veifaði illilega símanum mínum. Hann segir með varahreyfingum að hann sé í símanum. Hvenær í ferlinu hefði ég ekki átt að fatta það !!! Ók við hlið hans nokkra stund og hvessi illilega á hann glyrnurnar. Hann varð svo héralegur á svipinn að ég sprakk úr hlátri og ákvað að tala bara við hann seinna....Ljóta súpan það að vera með bilaða konu í næsta bíl og eiga svo heima í sama húsi og vargurinn.
Hvað haldið þið að þyki sanngjarn tími að hafa uppi þessa bloggvinahvatningu ? Ég meina svo fólk segi ekki, ég vissi ekki um þetta ?
Sumum finnst áreiðanlega rosa flott að vera með svona marga bloggvini...ég vil hafa þetta öðruvísi, færri bloggvini og betri samskipti við þá. Þannig sýnist mér þetta kerfi virka best.
Ég fékk svo góða heimsókn áðan, bjartur og fallegur snáði, elsta ömmubarnið mitt-Vignir Blær- Hann mátti ekki vera að stoppa lengi, á leið austur með pabba og ömmu sinni. Hann lofaði ömmu að koma bráðum aftur og þá erum við að spá í að leika okkur í tölvunni hennar ömmu. Amma á Wiii leikjatölvu og spilar stundum í henni golf, Bjössi keypti um daginn annan leik í hana sem virðist passa fyrir yngra fólkið. Vignir er eldklár og lærir þetta vísast á undan ömmu sinni. Yndislegur snáði...náði mynd af honum með afa og hann var sko stærri en afinn !
Barnið treystir afanum, það sést á fótaburðinum. Þeir eru báðir með hálfundarlegan svip samt. Þið fáið betri mynd seinna.
Hérna kemur svo næstelsti ömmustrákur, Patrekur Máni
Prakkaralegur en það held ég að sé bara í ættinni ?
Hérna kemur svo Hilmar minnsti sponninn.....
Óttalegt krútt..nýbúinn að spræna út allan ömmusófann. Ömmu fannst það bara fínt, það væri þá ekki eftir en mamman ekki alveg ánægð með barnungann..Hilmar eldri sprændi nú í augað á sér þegar hann var svona lítill. Mamman gólaði ógurlega en pabbinn hinn rólegasti og taldi þetta meinlaust úr svona nýjum leiðslum. Það reyndist rétt vera, barni var ekki meint af.
Athugasemdir
Ég var að lesa fyrri færsluna þína og er nú sammála "grátkórnum" að bloggheimar verði ekki þeir sömu ef þú hættir að blogga, svo þú ert vinsamlegast beðin um að halda því áfram!
Huld S. Ringsted, 8.12.2007 kl. 23:26
Hehe, heldurðu að maður viti ekki hvernig á að fólk til að gera eins og maður vill? Jújú, maður fer að grenja, búhú og bræðir hjörtu. Annars er ég hér eins og grár köttur, eins og þú hjá mér. Þó það nú væri Frú Ragnheiður.
Smjútsí
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.12.2007 kl. 23:29
Ekki er ég skráð sem bloggvinur Vinsamlega ekki loka mig úti Please
Blómið, 8.12.2007 kl. 23:37
Stundum bara veit maður ekkert hvað maður á að segja kemur sjaldan fyrir mig... og þó... ég hef nú kommentað eitthvað...
Signý, 8.12.2007 kl. 23:38
Má ég fá að vera áfram? Ég hef svosem ekki náð að kvitta alltaf fyrir mig í hvert sinn, en reyni eftir fremsta megni.....Knús til þín, þú mátt ekki yfirgefa okkur.
Bjarndís Helena Mitchell, 8.12.2007 kl. 23:50
Jæja Ragga mín ! Þú veist að það er alveg bannað að eyða mér elskan Hafðu það sem allra best
Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.12.2007 kl. 23:52
Hallgrímur Óli Helgason, 8.12.2007 kl. 23:55
Þabbbaradona frú Ragnheiður...
Ég náttla fer fram á að vera minna skorinn ....
Steingrímur Helgason, 9.12.2007 kl. 00:13
gerðu það???? má ég vera memm
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 9.12.2007 kl. 00:36
Ég vil sko pottþétt fá að koma í heimsókn til þín áfram, frú Ragnheiður!
Ég gerði þetta sama sjálf fyrr á árinu, að vísu var ég ekki eins kurteis og þú að láta vita fyrirfram áður en ég henti fólki út...
Ég hélt þeim bloggvinum sem "kvittuðu fyrir" innlit, ef svo má segja, með athugasemd. Mér finnst að fólk sem les það sem maður skrifar geti í það minnsta gert vart við sig með broskalli, nú eða skeifu eða litla djöfsa, svona öðru hvoru og einstaka sinnum.
Að vísu hélt ég inni ýmsum sem mér finnst gaman að lesa, þó þeir kvitti aldrei.
Ég raða meira að segja bloggvinalistanum mínum eftir kerfi: Efst þeir sem ég þekki í eigin persónu (augliti til auglitis), næst þeir sem kvitta, svo þeir sem vil lesa, neðstir af þeim eru þeir sem eru með skrípó í staðinn fyrir mynd af SÉR. Neðst er Kristín Ástgeirs, skólasystir mín, sem hefur ekki bloggað síðan í september, hún er í fallhættu!
Læt þessari ritræpu á síðuna þína lokið, nóg er nú samt á minni eigin og annarra. (Já, konan verður smá manísk í skammdeginu!).
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 00:48
*auðvitað les ég allt sem þeir bloggvinir mínir sem kvitta skrifa!
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 00:50
Úpps sorry sætust hvað ég hef verið löt við að kvitta hef bara eiginlega ekkert verið að lesa hjá neinum búið að vera geggjað að gera....en ég vil alls ekki detta út af listanum þínum því þú ert mér mjög mikilvæg sem bloggvinkona og ég virði og hlakka ávallt til að lesa þín komment á minni síðu:)
Skal lofa að vera duglegri
Benna, 9.12.2007 kl. 00:55
Ég þarf nú varla að segja þér að ég vil vera með........ en segi það samt.
Anna Einarsdóttir, 9.12.2007 kl. 01:30
Ragnheiður... ég er nýr bloggvinur... og vil halda áfram... hef reyndar verði latur að skrifa athugasemdir hjá bloggvinum mínum, en ný skal bætt úr því...
Brattur, 9.12.2007 kl. 01:36
Hér er ég, hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.12.2007 kl. 01:50
Rétti upp hend !! Æ læk tú stei on vúman.
Er haggi annars ?
Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 01:51
Ég viðurkenni að ég er löt að kvitta, en kíki á þig daglega. Þó ég sé ekki ein af moggabloggurunum, þá væri gaman að fá að fylgjast með þér áfram, bæði hér og á Alvörunni.
p.s. Ef þig vanta aðstoð fyrir jólin, hóaðu þá bara í mig, er vön að tuskast með moppuna.....lol....
fyrst karlarnir þínir svöruðu ekki áskoruninni
AnnaS (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 07:58
Hæ Ragga.
Ég les alltaf bloggið þitt,þú ert góður penni, gangi þér vel í baráttunni
kveðja úr vesturbænum
Jóhanna (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 09:00
Alveg myndi ég gjarnan vilja vera áfram bloggvinkona þín. Skrifin þín veita mér einhverskonar tilfinningu sem ég get ekki útskýrt. En ég þarf að minnsta kosti að kíkja reglulega hvort að þú hafir skrifað eitthvað nýtt. Kannski finn ég einhverskonar samsvörun við þig, mér finnst að minnsta kosti ég skilja hvað þú ert að díla við og að þú skiljir mig sömuleiðis.
Þetta er orðið of flókið þannig að ég bið að heilsa þér og óska þér góðs dags í dag og alla daga.
Fjóla Æ., 9.12.2007 kl. 10:12
Ég kvitta ekki við hverja færslu kannski en ég kíki og les og hverjum degi. Má ég vera lengur
Bryndís R (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:30
Sæl, ég kíki nú reglulega á þig en finnst ég ekki hafa neitt til málanna að leggja . Vil endilega fá að vera áfram
HAKMO, 9.12.2007 kl. 11:37
Sæl nafna,
Ég kvitta sjaldan, en kem hér vid næstum daglega. Er ekki med blogg sjálf, jú annars er búin ad stofna blogg en ekki haft mig í ad skrifa neitt enn. Fylgist med thér og hugsa oft til thín og thinna.
Kvedja Ragnheidur
Ragnheidur (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:46
Ég er hér, verð hér og fer ekki neitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2007 kl. 12:06
Ég segi nú bara eins og margir, ég fer ekki neitt.
Leitt að þeir svöruðu ekki áskoruninni en jólin eru ekki komin. Kannski hefur hlaupið í þá þrjóska en trúi ekki öðru en að þessar elskur muni standa sig mun betur en mínir menn þegar upp verður staðið
Knús og klús
kidda, 9.12.2007 kl. 12:21
Mamma ekki hætta að blogga, þá verð ég alveg skemmilögð. Þetta er það fyrsta og seinasta sem ég geri á daginn, ath hvernig mamma hefur það.
Og plísssss ekki henda mér út, þó ég se léleg að skrifa athugasemdir.
Love you. Hilmar og Vignir biðja að heilsa ömmu
Solla, 9.12.2007 kl. 12:51
Haltu áfram stelpa, ég kvitta ekki alltaf.....
Kveðja.......
Jóhanna (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 13:30
Ég vona að þú hendir mér ekki út ég fer ekki fet.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.12.2007 kl. 13:37
Held ég ætti að gera það sama og enn færri kvitta hjá mér. Mjög fáir ef ég nefni sorg. Þá ert þú og nokkrir sem kvitta. Takk fyrir það.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.12.2007 kl. 13:42
Elsku Ragga, ekki eyða mér út Ég kvitta alltof sjaldan hjá öllum og er líka ógó ódugleg að blogga sjálf.......Þú ert ein af mínum uppáhaldsbloggvinum og ég les samt alltaf hjá þér og hugsa hlýtt til þín. Knús á þig mín kæra
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 9.12.2007 kl. 15:09
Ég les alltaf en kvitta sjaldnast einhvern vegin. Stundum hef ég bara ekkert að segja þótt ég lesi.
En þetta er svipað hjá mér, fullt af fólki sem rekur inn nefið en lætur ekki af sér vita en það angrar mig reyndar ekki neitt.
Ragga (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 16:03
Hæ ÉG ER HÉRNA, og það er alveg forbannað að henda mér, enda er ég svo þung að þú réðir ekki við mig.
Hafðu það gott snúllan mín.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.12.2007 kl. 16:13
Sæl Ragga mín, vonandi hendirðu mér ekki út ég les alltaf bloggið þitt og svona oftast kommenta ég hjá þér , en maður sættir sig við þitt val dúllan mín, en sem sagt: hér er ég og hér langar mig að vera
Guðrún Jóhannesdóttir, 9.12.2007 kl. 16:57
He, he, annars verð ég nú að fara að endurskoða þessa uppröðun mína sem ég talaði um hér ofar, þar sem síðustu daga hafa margir kvittað í heitar umræður......
Bestu kveðjur
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 16:58
(tja... til að vera á listanum, þá þarf maður víst að komast á hann? :-)
Einar Indriðason, 9.12.2007 kl. 17:31
Ég fer nú varla að skutla út ættingjunum og þó..það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug
Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 18:16
miðað við renslið inná síðuna þá hugsa ég að þú þurfir ekki að hafa langan aðdraganda að þessu 2 daga?
Signý, 9.12.2007 kl. 18:29
Já ætli það sé ekki bara nóg Signý ? Nenni ekki að hengslast með þetta lengi sko..
Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 18:36
Segðu mér eitt Ragga, hvernig virkar það ef þú ert með lokaða síðu ? Þarf maður leyniorð inn á hana ?
Ég fatta ekki alveg hvernig þetta virkar sko .. enda tæknifötluð á hæsta máta ??
Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 18:36
nei ég held að þess þurfi ekki ef hún er opin fyrir skráða bloggvini...ég kemst betur að þessu með tíð og tíma
Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 18:37
Ekki er ég skráð sem bloggvinur, en kíki hérna inn reglulega. Ég hef ekki verið að safna bloggvinum, heldur bara þeim, sem ég hef áhuga á að lesa bloggið hjá, þannig að núna ætla ég að biðja þig um að vera bloggvinur minn, svo ég geti áfram haft samskipti við þig.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 9.12.2007 kl. 18:47
Heyrðu mig! Ef þú lokar mig úti þá........ &&%$$%&/()=! Og hana nú! :)
Heiða B. Heiðars, 9.12.2007 kl. 20:01
Nei heyrðu..dreg það til baka, ég er sko jaxl og ekkert hrædd við þig hehehe...
Loka ekki á þá sem eru virkir vinir..
Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 20:03
Ég myndi sakna þess að sjá ekki til þín, það segi ég satt, sæki hér með um að verða ekki skutlað út í kuldann svona á jólaföstunni.
., 9.12.2007 kl. 20:28
Ég skutla út með hægð...á eftir að sjá hvernig er hægt að gera þetta þannig að bæði ég og þið verðið sátt.
Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 20:32
Vona nú að þú farir ekki að loka á mig skvís
Dísa Dóra, 9.12.2007 kl. 20:56
Þetta er alveg rétt hjá þér Ragga mín. Það er ekki nóg að vera með langan lista og svo engin samskipti. Ég held að að þurfi alltaf að endurmeta lilstana hjá sér. En þetta með reiðina hjá þér í síðustu færslu er ofureðlileg viðbrögð við sorginni. Reiðin getur komið svo skyndilega og jafnvel kemur hún aftan að manni 2-3 árum seinna. Það tók mig tíma að fatta að þarna var sorgin að banka upp á og ég þurfti að fá útrás fyrir hana. Ég þarf að senda þér eina ágæta bók sem reyndist mér afskaplega vel á sínum tíma. Ég vona bara að hún sé enn til, en hún er eftir Karl Sigurbjörnsson sem nú er biskup. Þetta er nokkurs konar handleiðslu-handbók ef svo mætti segja. Vona að ég finni hana. Bless á meðan. Kv. Silla
Sigurlaug B. Gröndal, 9.12.2007 kl. 21:03
Æææjjjiii. Ég er ekki skráð sem bloggvinur, en les alltaf. Viðurkenni þó að ég er ferlega léleg að kvitta fyrir inlitin. En comon. Má ér vera memm þó svo að ég eigi ekki moggablogg bara blogspotblogg....
Kveðja.. Söngfuglinn.
Söngfuglinn góði (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:08
Halló flotta kona ég er vöknuð eftir spennufallið og vill mjög gjarnan teljast bloggvinur þinn..
Knús á þig.
Kristín Snorradóttir, 9.12.2007 kl. 21:08
Ég tel mig vera bloggvin þinn þar sem ég les bloggið þitt, þó ég sé latur að kvitta. Læt frúna um það. Þar sem þú ert að tala um að fækka bloggvinum þínum, þá ætla ég óska eftir að verða bloggvinur þinn.
Mummi Guð, 9.12.2007 kl. 22:31
Ég pant líka vera bloggvinur áfram
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.12.2007 kl. 22:40
Sumum er bætt núna orðalaust við, það á við um þig Mummi...þið Fjóla eruð eitt í því efni. Búin að bæta inn þeim sem ekki voru og þess óskuðu...mun hinkra enn fram á morgundaginn áður en skellt verður í lás..
Krumma og Stína, auðvitað...og allir hinir góðu vinirnir...auðvitað. Ég mun upplýsa betur um ástæðu þessa þegar ég verð örugglega búin að loka að mér
Ragnheiður , 9.12.2007 kl. 22:44
Ég vona að ég fái að fylgjast með þér áfram. Gerðu það
Bergdís Rósantsdóttir, 9.12.2007 kl. 23:23
Mikið áttu fallega drengi þarna.
Veistu að mig hlakkar dálítið til að verða amma, en samt eftir slatta mörg ár. Krakkarnir eru enn of ung.
Fjóla Æ., 9.12.2007 kl. 23:28
það er lítið gaman að hafa langan blogg"vina"lista þar sem maður er lítið í tengslum við bloggara, ég er með örfáa, en nota bene aðeins þá sem ég heimsæki reglulega og oftast kommenta ég eitthvað hjá hverjum og einum.
Knús á þig kæra mín ofan af Skaga
Guðrún Jóhannesdóttir, 9.12.2007 kl. 23:29
Æji mamma þarf ég núna að fara að búa mér til blogg hnuss ..
En þeir eru svo sætastir strákarnir allir
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:36
Þeir eru sætastir ömmuprinsarnir þínir 3 Eigðu góða viku og mundu að þú ert sko bestust Ragga mín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 9.12.2007 kl. 23:48
Æi Ragga. Ég kvitta ekki alltaf en er eins og grár köttur hérna á síðunni þinni. Plís leyfðu mér að vera með.
Jóna Á. Gísladóttir, 10.12.2007 kl. 01:07
Ragga losnar greinilege ekki svo glatt við okkur hehehe, knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 10.12.2007 kl. 01:16
Dúddíruddídú... awwww hvað þetta eru sætir strákar sem þú átt !
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 01:45
Ég yrði afskaplega upp með mér, fengi ég að vera hér áfram.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.12.2007 kl. 09:30
Yndisleg barnabörn Ragga mín, enda ekki von á öðru.
Sjáðu nú hvað það eru margir sem vilja lesa bloggið þitt og deila með þér gleði og sorgum. Þú ert heppin að því leytinu.
Smjútsí á þig inn í daginn.
Er í kasti yfir þessari myndrænu lýsingiu á ykkur karli í sitthvorum bílnum, hlið við hlið. ROFL
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 10:09
Ég kíki oft á þig. Kommenta stundum, þó ekki alltaf. Er ekki á bloggvinalista en þætt vænt um að fá að heimsækja þig áfram. Ætti kannski að sækja um sem vinur?
Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 10:25
Úpp nú kvitta ég væri þakklát fyrir að fá að vera hér sem bloggvinur áfram kommenta ekki við allar fæslur (er stundum kjaftstopp vegna okkar teingsla) það væri svo súrt að fá ekki fréttir af Álftanesinu.
Svo yrði hún Auður leið því hún er farin að spyrja mig ...hvað segir Ragga gott í dag.
Knús til ykkar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.12.2007 kl. 10:53
takk
Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 11:27
Einhverra hluta vegna varstu ekki á þínum stað í bookmarkinu og ég fékk sjokk. Er hún búin að loka mig úti? En núna ertu allt í einu tvisvar sinnum í bookmarkinu .
knús og klús
kidda, 10.12.2007 kl. 12:15
Hurru kona góð, má ég vera memm? Ég er ekki bloggvinur þinn en eins og þú segir, ekki mottó að vera hér á blogginu með haug af vinum sem maður les ekki en ég les þig nú reglulega mín kæra
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 17:21
=(/%)/&"$(/$=(/ Sorry blótið en, þetta bloggvinakerfi hér er handónýtt og er búin að kvartanokkrum sinnum yfir því við kerfisstjórana, get ekki óskað eftir þér sem bloggvin
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 17:24
ég skil þig mjög vel varðandi óþægindin af blogginu, skyndilega er maður frammi fyrir alþjóð og það er geðveikt skrítið. Ég vil gjarnan hafa þig sem bloggvin áfram, þannig að ég kommentaði, annars á ég alltof mikið af bloggvinum til að geta sinnt þeim sómasamlega, það verður heilt starf. Aðventukveðja
halkatla, 10.12.2007 kl. 17:55
Vona að ég fái að hanga inni Ragnheiður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2007 kl. 18:16
Heyrðu! Þú ert "heitasta" konan í bloggheimnum í dag! ... kíki oft á þig..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.12.2007 kl. 19:49
Knús á þig , þú bjargaðir kerfistjórunum núna frá einhverju miður skemmtilegu, auðvitað varstu samþykk hehehehe
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 19:51
Hef haft mikið gagn og gaman af því að lesa bloggið þitt og vona að ég megi lesa áfram.
Er óttalega löt við að kvitta almennt hjá bloggurum.
Björg K. Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 20:24
Var að komast á ról aftur. Viltu hafa mig?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:14
Ég er hér einn laumuskoðari, er ekki með síðu og mun ekki stofna slíka, en mikið svakalega verður leiðinlegt að geta ekki kíkt á síðuna þína, get bara sjálfri mér um kennt um það, en fyndnari og frábærari manneskju hef ég nú sjaldan komist í, mér finnst þú bara stórkostleg, með svo dásamlega sýn á marga hluti og svakalega hnyttinn án þess að þú sért að rembast við að vera það!!! Mun sakna þess að geta ekki kíkt á þínar hugrenningar, takk fyrir mig, gangi þér allt í haginn, frábæra kona! Skil samt mætavel að þú viljir ekki skrifa fyrir alþjóð, gæti það ekki sjálf. Kveðja Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:23
Ég ákvað nú barasta að kvitta aftur fyrir mig sæta, til að vera viss í minni sök að ég fái að hanga inni veit að ég er búin að vera léleg og það er enginn afsökun að það sé mikið að gera hjá mér isss...skal lofa að vera duglegri en veistu ég skil vel hugsanir þínar á bak við þetta, það er oft óþægilegt að vita ekki hverjir séu að lesa og hvaða áhirfa skriftir manns hafa á fólk út í bæ.....
en enn og aftur KNÚS..
Benna, 10.12.2007 kl. 23:07
Laust fyrir miðnætti 10 des kom hjordisedda.blog.is í heiminn. Móður og barni heilsast vel
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 00:14
Hehehe varð ég enn amma hehehe Finn það og bæti þér á listann....
þá eru komnir 45....
Ragnheiður , 11.12.2007 kl. 00:18
Hef nú ekki verið mjög dugleg við að kvitta en hef fylgst með þér og myndi gjarnan vilja fá að gera það áfram.
Ólöf , 11.12.2007 kl. 08:01
Þarf maður að stofna blogg til að fá að halda áfram að fylgjast með þér? Kem hér inn daglega því ég held ég hafi aldrei lesið eins fallegt blogg eins og þitt. Það kemur allt beint frá hjartanu þínu og þó svo að maður þekki þig ekki neitt þá einhvernvegin nær þetta inn í hjartað mitt. Ekki það að ég get alveg kommentað hjá þér, hefði gert það fyrir löngu ef ég væri ekki svona mikil skræfa. Með von um að ekki vera lokuð úti
Kveðja Gunna
Gunna (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 08:27
Les oft bloggið þitt og kvitta stundum
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.12.2007 kl. 15:20
Ég lít við næstum því daglega, án þess þó að gera vart við mig. Takk fyrir mig.
Kolgrima, 11.12.2007 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.