geðvonska
7.12.2007 | 09:07
eða hvað maður á að kalla það eiginlega. Ég búin að vera hálflasin og svaf eins og klessa í gær eftir vinnu, yfir sjónvarpinu og í nótt, alveg sprungið á mér. Hefði svo getað sofið áfram í morgun en það var ekki í boði enda átti ég að leysa næturvaktina af.
Stundum koma rök rökþrota aðila manni í opna skjöldu. Hér er verið að safna undirskriftum í vinnunni, kaffibollinn nebblega svo rándýr.Hann kostar heilar 100 krónur úr sjálfsalanum hérna frammi. Algert rán segja þessir fimm sem hafa þegar skrifað sig á listann og hafa meistaralega reiknað út hvað menn borga á ári fyrir 7 bolla á dag.
Ég vildi endilega koma því á framfæri í gær að frammi væri kaffivél sem þyrfti ekki annað en að einhver nennti að setja í hana, menn gætu keypt kaffipakka. Ég fékk manndrápsaugnaráð og spurningin sem kom í kjölfarið beindist að því hvort Steinar stæði sig ekki í stykkinu á heimavelli ? Síðan í gær hef ég spáð í samhengið og mér tekst ekki að skilja hvernig holdris manns/eða ekki á Álftanesi kemur kaffiverði í Skógarhlíð við.....Ég er farin að hafa smááhyggjur af kaffiverði í Brasilíu..
Bílstjórinn sem varð fyrir árás í Hátúni er hraustur og hugaður maður, hann er ekki hérna hjá mér á þessari stöð . Persónulega hefði ég aldrei lagt í hann enda hefur hann viðurnefnið glímukappi meðal félaga sinna. Ég er fegin að meiðsli urðu ekki meiri en það endar með því að skermar verða settir í bílana til að verja leigubílstjóranna fyrir árásum.
Vonandi eigið þið góðan dag...
Þessi passar við færsluna hehe
Athugasemdir
Ragga mín þú sérð að konur þurfa ekki að vera yfirlýstir feministar til að hrauna yfir oss með svona kjaftæði eins og með hvort karlinn sé að standa sig á heimavelli. En það er nottla rosalegt að borga 100 kall fyrir kaffibollann. Er ekki í lagi? Flest verður nú fólki að pirringsefni.
Skelfilegt að það sé verið að ráðast að bílstjórum. Eitthvað verður að gera til að auka öryggi þeirra.
Njóttu dagsins og það var gott að fá færslu hjá þér. Var farin að sakna þín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 09:16
Hér á að standa "þurfa ekki að vera yfirlýstir femínistar til að hraunað sé yfir oss"
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 09:17
Það er oft súrt sem sannleiksflytjandinn fær fyrir mal sitt. Etta eru náttla eðalbjánar, gúddeijó...
Steingrímur Helgason, 7.12.2007 kl. 09:23
Vonandi batnar þér fljótt og að það gangi vel í vinnunni í dag.
Já, það er blóðugt að þurfa að borga fyrir kaffið sitt, hvað þá að þurfa að hella upp á það sjálfur!
Bjarndís Helena Mitchell, 7.12.2007 kl. 09:24
Leitt að heyra að þú sért hálflasin, en svefninn hefur vonandi lagað eitthvað.
Ekki vorkenni ég fólki að kaupa kaffibollann á 100kall ef það nennir ekki að hella upp á sjálft segir ein sem drekkur ekki kaffi en borgar 150kall fyrir sinn drykk.
Prinsinn er dásamlegur
Knús og klús
kidda, 7.12.2007 kl. 10:32
Láttu þér batna fljótt . Fallegt barn kveðja til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.12.2007 kl. 10:42
Við bloggvinir þínir ættum eiginlega að slá saman í kaffipakka handa þér fyrir þessa sögu!
Skelfilegt með bílstjórann, gott að hann gat varið sig. Held að það sé alveg kominn tími á skerma.
Oddododdodúj og jedúddamíja, hva mar er sædurdædur!
Og ullar bara á fúla kalla!
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2007 kl. 10:52
Þú ert bara flott, þú lætur nú ekki einhverja karla ausa yfir þig, hva, eru þeir með minnimáttarkend?
Æ, ræfilstuskurnar.
Gott að bílstjórinn slapp svona vel.
Hann dúlli snúll er æðislega sætur, manni langar til að taka hann út úr myndinni og knúsa hann.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2007 kl. 12:07
Heyrðu, komdu bara með hitakönnu með kaffi í, i vinnuna. Þá geta þau ekki sett um manndrápsaugu. En skemmtilegt eða hitt þó heldur. Allaf þarf fólk að finna sér eitthvað til.
Þetta með skerminn fyrir leigubílstjóra. Það er löngu kominn tími til þess að þeir hafi þannig lagað. Bestu kveðjur Ragga mín og þakka þér fyir kvittið á bloggið mitt, sérstaklega vegna fráfalls tendgadóttur minnar. Það skrifuðu ekki margir undir það eða sögðu neitt en ég var heldur ekki að skrifa þetta til þess. Ég bara vildi minnast hennar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.12.2007 kl. 12:38
Ég set þetta hér. Ég sé að sá litli fékk nafnið Hilmar. Vel við hæfi og til hamingju með litla gæjan. Hann er stór myndarlegur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.12.2007 kl. 12:41
100 kr kaffibollinn, hvað kostar þá kílóið ? Fyrirtækið gæti bara skaffað ykkur bæði vél og kaffi, skráð það sem rekstrarkostnað og allir yrðu glaðir.
Litli Hilmari er alveg æði, og svo ullar hann bara á okkur, töffarinn.
Láttu þér batna og vonandi verður helgin góð hjá ykkur.
Marta smarta, 7.12.2007 kl. 13:01
Þessi prins er á topp 5 yfir fallegustu börn sem ég hef á ævinni séð........ grínlaust.
Anna Einarsdóttir, 7.12.2007 kl. 13:01
Við borgum ekki fyrir kaffið en bílstjórarnir hafa frammi sjálfsala. Þeir geta hellt upp á ef þeir nenna en það er of flókið fyrir nennið í þeim.
Hér starfar bara lítið starfsmannafélag og það ræður ekki við að gefa kaffið....100 kall er nánast gjöf
Sammála Anna, sammála
Ragnheiður , 7.12.2007 kl. 13:21
Hehehe nú dey ég úr hlátri Valgeir, bæði ertu inn á síðu hjá leigubílstjóra og svo hitt að ég er að skrifa um of mikinn svefn...hehe. Pointið með kaffinu er að þeir geta hellt upp á en nenna því ekki.
Ragnheiður , 7.12.2007 kl. 13:40
Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 14:22
Langar bara að kommenta á myndina af barninu. Hann er hreint út sagt yndislegur. Mikið eruð þið heppin að hafa fengið hann í fjölskylduna.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 15:16
Það hlýtur að vera dálítið ógnvekjandi að taka drukkið fólk upp í með svona fréttir í farteskinu.
En Hilmar litli er algjör dúlla, og svo ullar hann bara á mannskapinn yndislegur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2007 kl. 11:42
Ji minn einasti hvað barnið er fallegt. Til hamingju með hann Ragga mín.
Já er ekki löngu kominn tími á öryggisgler á milli farþega og leigubílstjóra?
Ég skil að þú hafir áhyggjur af kaffiverði í Brazil
Jóna Á. Gísladóttir, 10.12.2007 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.