Góðan dag

Jólaljósin potast upp hérna á heimilinu. Steinar setti upp eitt í gær meðan ég var í vinnunni. Hann er í því að gleðja sína. Ég sagðist ætla að setja jólaljós um allt þetta árið til að hrekja burt skuggana. Ég er að spá í að setja seríu í klósettgluggann ! Eina herbergið sem ég þori ekki að lýsa upp svona er svefnherbergið mitt. Mér er enn ferskt í minni svefnvandamálið og eftir á að hyggja þá var það erfitt,hunderfitt. Ég þarf einhvernveginn að kljást við þetta áfram. Hilmar litli getur kannski ekki bjargað öllu en hann bjargar óneitanlega miklu. Ég er enn engu nær um lífið og framtíðina en ég tek enn bara dag í einu. Þegar mamma dó þá var þetta allt öðruvísi. Hún var ekki gömul, 64 ára, en svo fárveik. Þá tekur maður sorgina út á meðan setið er við dánarbeð.

Svo langaði mig að koma þessu hérna á framfæri;

Kristinn Veigar

mánudagskvöldið 3. desember, klukkan 19:00, skulum við öll taka okkur saman og kveikja á friðar(úti)kerti fyrir Kristinn Veigar litla, guttagullið sem lést í gær eftir að keyrt var á hann á föstudaginn. Um leið og við kveikjum á kertinu skulum við hugsa hlýtt til syrgjandi fjölskyldu hans, ættingja og vina, sem nú ganga þung skref. Við skulum líka hugsa til ökumannsins og vona að hann geti fundið jafnvægi í sína tilveru.

Látið orðið berast.

Friðarljós í minningu
† Kristins Veigars †
mánudaginn 3. des. klukkan 19:00

 

Barnið manns er einmitt það, barnið manns, alla æfina. Það er alveg sama hversu gamalt það verður. Maður horfir á það með blik í auga, minnist góðra stunda og skemmtilegra tíma. Ég er þannig mamma að mér hefur tekist að gleyma að mestu slæmum minningum. Ég held upp á hinar góðu. Sumar gamlar minningar eru skemmtilegar.

Himmi minn var afar stríðinn og systir hans ekki alltaf nógu sátt við það á yngri árum, löngu búin að sættast við það núna. Ég hafði sjaldan bíl til umráða en eitt skiptið ætlaði ég með þau systkinin í bíltúr. Raðaði öllum niður og setti í belti. Himmi og Solla sátu saman. Allt í einu kemur neyðaróp úr aftursætinu. ,, Mamma Himmi er að reyna að drepa mig !!" æpir Solla. Ég snarstoppa og athuga málið. Þá hafði hann losað beltið hennar. Hún dálítið dramatísk. Hann hætti þessu náttlega ekkert þannig að það varð að breyta uppröðun í bílnum hehe. Maður nánast sá hornin vaxa upp úr höfðinu á honum.

Björn náði mér í gær

Hann nýlega búinn að laga kaffi og ég heyri gusugang frammi eins og hann sé að hella kaffinu í vaskinn.

Mamma ; Björn ! ertu að hella kaffinu !!

Björn; Já mig langaði ekki í meira !!

Mamma ; já en......(hætti þarna en hugsaði barni þegjandi þörfina)

Svo leið augnablik og fyrir hornið á stofunni kom Björn siglandi með bakka með kaffinu á og öllu sem passar við það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fallegur drengur hann Björn Ragnheiður mín, enda ekki á öðru von.  Ég er glöð að sjá að ökumaðurinn er líka nefndur í upptalningunni. Ég held að hann eigi bágast af öllum.  En ég mun kveikja á kerti, það er öruggt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Púkinn, en hrikalega smart púki það er nú ekki til neitt sætara en svona dúllulegt stjan.

Já heldur þú ekki að það sé rómó að hafa seríuljós

á baðinu? það finnst mér allavegana.

Auðvitað setjum við út friðarljós fyrir þennan yndislega dreng.

Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2007 kl. 13:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Björn er krútt.  Takk fyrir fallegan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: kidda

Það verður kveikt á kerti fyrir utan mitt hús í kvöld  og líka inni.

En í sambandi við björninn, væri nokkuð sjens á að fá þig til að skipta á honum og tveimur sem eru ekkert fyrir að gleðja mömmuna svona

Knús og klús

kidda, 3.12.2007 kl. 14:01

5 identicon

Heyrðu þegar ég var yngri skellti ég ljósi í baðherbegisgluggan en mamma var fljót að rífa það niður því systur mínar vildu ekki vera upplýstar á næturnar þegar þær færu á klósettið hehe:)
En mæli með því að setja jólaljós út um allt:)

En Hilmar litli? er það litli strákur dóttur þinnar?:)

En já ég kveiki a kerti fyrir litla drenginn í kvöld:(

Inga (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 14:29

6 Smámynd: Ragnheiður

Nei nei Kidda mín, ég vil ekki skipta á Birninum og neinu...hann myndi vísast strjúka heim til mömmu, löngu ákveðinn í að vera þar alla æfi segir hann...eitthvað klikkað með að klippa á naflastrenginn hehehe

Hilmar litli er sonur Sólrúnar dóttur minnar sem er efsti bloggvinur minn

Ragnheiður , 3.12.2007 kl. 15:59

7 Smámynd: kidda

Það mátti sosum reyna

kidda, 3.12.2007 kl. 16:03

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

takk fyrir bráðskemmtilega færslu Ragga. Gelgjan var svakaleg dramadrottning þegar hún var yngri svo ég kannast við svipaðar uppákomur. hehe Og Björn er snúlli.

Þetta slys er svo sorglegt á allan hátt og ég verð að viðurkenna að ég er margoft búin að reyna að setja mig í spor ökumannsins... það er ekki hægt. Ekki frekar en fjölskyldu litla drengsins.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.12.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband