Hef margt að þakka

fyrir og ég var að spá í það á leiðinni heim. Í fyrsta sinn í langan tíma var ég ekki sorgmædd á heimleiðinni. Ég hugsaði um allt sem gleður mig og komst að þeirri niðurstöðu að ég er lánsöm kona á margan hátt. Ég er í raun á góðum stað í lífinu ef maður lítur á fjárhag og svoleiðis dót. Ég á enn 4 frábær börn, merkilega ólík öll en ég myndi ekki vilja breyta þeim á nokkurn hátt. Ég er líka rík af barnabörnum, ég á 3 dásamlega dóttursyni og svo eru 2 gullfallegar telpur Steinars megin ss barnabörn, hann á 2 frábær börn líka. Svo eru tengdabörnin orðin nokkur og þau eru frábær viðbót við stækkandi hópinn.

Að mörgu leyti er ég þakklát. Nú er kominn lítill snáði og hann sýndi ömmu sinni heilmikið ljós í lífið. Sjáðu mig amma mín, sagði hann. Nú er ég sjálfur kominn og ég skal hugga þig elsku amma. Hann er með falleg augu, hann er gömul og fróð sál, það þykist amma sjá strax.

Ég er búin að sýna vinnufélögunum myndirnar af honum og þeir hafa brosað við barni, klappað á öxl ömmunnar og samglaðst. Sumir fengu broshrukku á nefið og sögðu,,amma gamla " hehe það má stríða ömmunni.

Annars leit húsband Jennýar við hjá mér áðan og við vorum að spá í handauppstillingu unga mannsins á þessari mynd.

100_0919

Hann er ss með F merki á annarri hendinni en peace merki á hinni, segið svo að maður geti ekki haft skoðanir nokkurra tíma gamall hehehe.

Í Kastljósi kvöldsins var fjallað um hjón, fárveikt fólk, sem býr í tjaldi í Laugardal. Fólk hefur bloggað um þetta og sitt sýnist hverjum. Það sem ég hef séð sem rauðan þráð er að fólk bendir á að "sumt fólk" vilji ekki þiggja aðstoð og svoleiðis. Það kemur bara málinu ekki við. Við erum með kynjaskipt gistiheimili og þau eru fín til síns brúks .

Hversvegna má ekki vera eitt enn sem tekur við hjónum ?

Afhverju finnum við endalausar afsakanir fyrir því að bregðast ekki við eins og ég skrifa að ofan ?

Afhverju erum við svona aftarlega á merinni með alla hluti ?

Afhverju er ekki staðið betur að foreldrahúsi sem sagt fjármagni og aðstöðu til að reka það myndarlega ?

 Afhverju eru ungu fíklarnir okkar bara nothæfir þegar flokkar eru að reyna að snapa sér atkvæði ?

Afhverju hef ég orðið að þjást í öll þessi ár vegna vandamála sona minna ?

Afhverju vildi enginn hjálpa ?

En eitt enn sem ég hugsaði á heimleiðinni, ég hefði ekki viljað missa af allri lífreynslu sem ég hef eignast..ja nema þá að missa elskulegan Himma minn. Allt hitt var dýrmætur lærdómur og ég hef eignast æðruleysi og umburðarlyndi sem má telja í bílförmum. Fyrir það er ég þakklát líka.

Það er margt að þakka fyrir en stundum sér maður það ekki alveg. Núna er ég að sjá það. Og það er ekki vegna þess að ég sakni ekki Himma, mér er að skiljast að hann kemur aldrei til mömmu sinnar meira. Ég er farin að tala oft við hann í huganum og ég reyni að gera eins og ég held að hann vildi.

Nú er ég löngu farin í hring með sjálfa mig, vonandi er eitthvað samhengi...annars skáldið þið bara í eyðurnar hehe

Klús og góða nóttina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg hugvekja og þú segir satt með að reynslan dýpkar skilningin okkar og gefur okkur sem flestum æðruleysi og umburðarlyndi.  Það er skömm að því hvað það brestur á með réttlætingum þegar mál eins og fólksins í Kastljósi ber á góma.

Sá litli er bara bjútífúl, örgla friðarpostuli mikill

Nóttina

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: kidda

Við gleymum allt of oft að þakka fyrir það góða sem við höfum eða reynsluna sem við öðlumst, hvort sem reynslan er góð eða slæm.

Sá ekki þáttinn og hef ekkert fylgst með umræðunni.

En ég er alveg sammála með þessa gömlu og vitru sál í nýja líkamanum 

Knús og klús inn í nóttina

kidda, 30.11.2007 kl. 01:40

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju með litla flott gullmolann þinn amma. Þetta er frískur og fallegur strákur sem á eftir að heilla ömmu og alla hina upp úr skónum.

Mikið er frábært að lesa færsluna þína núna. Þú hefur náð svo undraverðum bata á svo stuttum tíma. Ég upplifi það eins og þú sért í dimmum dal og sért farin að sjá móta fyrir dagrönd út við sjóndeildarhring. Það er sterkt að skynja þann mikla skilning og mannkærleika sem þú hefur á málefnum fíkla. Það er kominn tími til að þjóðin taki trefilinn frá augunum og hætt í skollaleiknum í þessum málaflokki. Við þurfum að kalla til liðs fólk eins og þig sem hefur upplifað þessa hluti og getur miðlað okkur af reynslu sinni. Guð blessi þig Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.11.2007 kl. 10:28

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig, það er svo augljóst að hann er gömul vitur sál, að það er vel hægt aðsjá það á ljósmynd litli stubburinn þinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband