Gleðivíman

varir ennþá...en ég ætla að segja ykkur tvær skemmtisögur að gamni mínu.

Í morgun vaknaði ég við lykt, það er óvenjulegt. Ég vaknaði meira að segja snemma og hrökk framúr til að finna lyktina. Skýringin fannst...minn eigin kall með nýjan rakspíra.

Hitt er saga af einföldum misskilningi. Við eigum eðlilega oft leið í kirkjugarðinn. Á sumum leiðum er fallegt skrautkál. Þegar það er frekar lítið þá lítur það út eins og kálhaus. Í dag fórum við í blómabúð og sáum svona skrautkál meira sprottið. Þá leit það ekki út eins og kálhaus. Björn varð allshugar feginn. Hann hélt að fólk væri komið með garðrækt á leiðum ættingja sinna og gæti þá alltaf sagt að þeir væru líka í mat ! Við Sigga vorum nærri kafnaðar úr hlátri við tilhugsunina...hehe. Sáum okkur fyrir okkur veiðandi upp kartöflur og gulrætur hjá Himmanum okkar. Ó boj...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann brother Bear er einum of fyndin oft  Hann hefði alveg mátt skemmta mér í kvöld og bjarga mér frá skólabókunum

Hjördís Edda (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 01:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, ég dey.  LOL hann er krútt hann Björn

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 01:34

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ, æ, eina blómabeðið sem ég hef er leiðið sem ég fékk til að hugsa um síðast liðinn vetur...en mér hafði nú ekki dottið í hug kál,...eða kannski salat...nei annars...

Megi víma gleðinnar vara sem lengst, mín kæra...

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 01:38

4 Smámynd: kidda

Góður

Knús og klús fyrir nóttina

kidda, 29.11.2007 kl. 02:11

5 identicon

Hahahahaha góður hann Björn þinn

Bryndís R (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 07:07

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hahahahahaha óborganlegur hann Björn

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:50

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hann er nú bara flottur hann Björn þinn.

Þetta með leiðin, hlóum okkur máttlaus við hérna gamla settið, maður veit nú náttúrlega aldrei hverju fólk tekur upp á.

Guð hann er svo mikil dúlla lillimann,

hann hefur fæðst í Keflavík kannast við gardínurnar

deildin þar er æðisleg og allt læknarnir og starfsfólkið.

Ef þú ferð að hlæja eitthvað ókunnulega í dag

þá skal ég bara segja þér dúllan mín

að það kallast spennufall.

Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2007 kl. 11:05

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skrautkál er rosalega falleg planta, og hún er ennþá mjög falleg þó veðrið hafi verið svona rysjótt.  Ég er alveg ákveðin í að þetta verður plantan í ár á Ísafirði ásamt túlípönunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2007 kl. 11:33

9 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

En skemmtileg hugmynd. Ef erfitt reynist að fá úthlutað kartöflugarði ... Það hljóta að koma alveg himneskar kartöflur úr þeirri uppskeru.
Gott að finna góða lykt að morgni... ertu ekki sammála því?

Linda Lea Bogadóttir, 29.11.2007 kl. 12:56

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

æææ hvað þið eruð skemmtileg hérna, Björn er náttúrulega bara snillingur

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.11.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband