Ekki ráð nema í tíma sé tekið**uppfærsla**
27.11.2007 | 15:05
og með það í huga þá þrammaði ég inn í Húsasmiðju áðan og fékk mér.......................................................................................................................................................................
Jólatré !
gamla gerfitréð lenti í ruslinu í árið og í fyrra ætlaði ég að versla nýtt tré, þá varð mín heldur sein og engin tré til nema þá einn og ekkert á hæð eða þá svo stór að ég hefði þurft að gera gat á þakið og fá slökkviliðið til að setja stjörnuna á toppinn.
Í fyrra var ég ss með smájólatré sem er alsett díóðuljósum, ekkert hægt að hengja neitt á það. Allt það dót beið í kössunum en án árangurs, ekki tekið upp það árið. Svo um leið og pakkar fóru að berast þá barðist þetta litla tré um athyglina enda nánast horfið á bakvið.
Nú fær það að vera í heppilegu horni og engir pakkar í kringum það. Hitt fær að geyma pakkana og fá á sig skrautið, að því tilskyldu að konan fari ekki alveg í kerfi á Himmalausum jólum. Það verður töff....sjáum til.
Svo fékk ég mér hreindýr í leiðinni,smá ljósakvikindi sem verður skellt einhversstaðar á heppilegan stað. Það er eins gott að sumir (Lappi og Keli) haldi ekki að það sé samkeppni við þá, set þá bara seríu í rófurnar á þeim.
BREAKING NEWS.
Það er lagt af stað í heiminn ömmubarn. Hringdi í mig stoltur faðir áðan og fæðingin er komin í gang. Amman verður samt á spani í dag og oftar en ekki símasambandslaus, set fréttir um leið og þær berast. Það var ekki búið að kíkja í pakkann og enginn veit hvort kynið kemur.
Athugasemdir
Hahahaha, ég hélt að þú hefðir verið að versla þér hreindýrakjöt og slefaði af græðgi. GMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 15:16
Segi eins og Jenný, hélt fyrst að þú hefðir keypt þér hreindýrakjöt, hef aldrei smakkað það þannig að ég slefaði ekkert, enda dama.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.11.2007 kl. 15:40
Önnur hver jól er ég með pínulítið jólatré með áfastri seríu (sjálfsagt svipað og þú varst með í fyrra), þar sem stelpurnar mínar eru önnur hver jól hjá pabba sínum í Rvík.
Núna er komið að jólunum með litla jólatrénu svo hin jólin fæ ég kast í jólatréskaupum, þau stækka alltaf hjá mér svo það líður að því að ég þurfi að kalla á slökkviliðið!
Huld S. Ringsted, 27.11.2007 kl. 15:51
Hehehe... allur er varinn góður og það marg borgar sig að kaupa tré í tíma. Hreindýrið verður ábyggilega vinur hinna dýrana á heimilinu.... þannig er því farið hjá mér. Hundarnir gleðjast mikið við syngjandi jólaverur.... Njóttu þín í dag
Kristín Snorradóttir, 27.11.2007 kl. 15:59
Gott hjá þér Ragga mín.
Yndislegt að loksins skuli vera komið að því að
barnið komi þetta er bara það besta sem kemur fyrir mann. þau eru svo falleg, mjúk og góð að maður vill ekki sleppa þeim, er hún langt frá þér???
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2007 kl. 16:18
Nú er maður bara spenntur með þér á barnavaktinni, og bíður frétta af litla ömmubarninu þínu
Katrín Ósk Adamsdóttir, 27.11.2007 kl. 16:21
Milla mín, hún er á fæðingardeildinni í Keflavík en ég er hérna á Álftanesinu...
Ragnheiður , 27.11.2007 kl. 16:25
Frábært ekkert er eins yndislegt og fallegt og barnsfæðing, bíð spennt eftir að vita kynið
Kristín Snorradóttir, 27.11.2007 kl. 16:34
Yndislegt. Vona að allt gangi vel.
Inga Rós Antoníusdóttir, 27.11.2007 kl. 17:39
Æj frábærar fréttir nú verður fylgst vel með...nú bíð ég spennt eftir að vita hvort kinið verður...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.11.2007 kl. 18:17
Ó ömmubarnið lagt af stað og kannski komið núna. Spennandi.
Ég veit að þessi jól verða erfið fyrir þig og skal ég biðja fyrir þér þó það sé nú kannski ekki mikið. Þá ætla ég samt að hugsa til þín og senda þér fallegar hugsanir.
Með jólatré. við vorum með gerfitré í fyrsta sinn í fyrra og var það bara gott. Bestu kveðjur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.11.2007 kl. 18:18
Spennandi!! vonandi gengur allt vel hjá henni
Huld S. Ringsted, 27.11.2007 kl. 19:31
Ji ertu ekki spennt að vita að hvort kynið það sé og enn spenntari að fá það bara í heiminn:)
En flott að fara kaupa jólatré:) og þegar þú nefndir hreindýrið eg kveikti ekki alveg á því að þetta væri eitthvað ljós:)
En láttu þér líða vel, þú átt það skilið knúúúús
Inga Sif (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:58
fjölskylda ein sem ég kannast við fékk í jólagjöf (væntanlega frá barnlausum ættingjum) meters hátt jólatré sem gekk fyrir batteríum og þegar kveikt var á því blikkuðu á því ljósin eins og á discoteki, það hoppaði upp og niður og "söng" amerísk jólalög hástöfum. Foreldrarnir voru ekki jafn hrifnir og börnin
Grumpa, 27.11.2007 kl. 20:25
Vei,vei,vei, allt að gerast. Þetta verður örgla stelpa eða strákur
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.