Hundur sem klappar
22.11.2007 | 16:25
ef ég ætti videótökuvél og kynni í framhaldinu að setja svoleiðis hérna inn á síðuna þá gæti ég sýnt ykkur hund sem klappar.
Þegar Lappi var hvolpur og Vignir barnabarn lítill þá var verið að kenna barni að klappa og hundi að setjast upp og sníkja, hundur átti að setja loppur saman á bringunni og fá nammi fyrir. Eitthvað var kennsluaðferðum ábótavant. Hundurinn lærði að klappa með litla guttanum og notar það óspart til að fá athygli og sníkja nammi.
Hann var einhverntímann með mér í vinnunni og var þyrstur. Hann fór að vaskinum og klappaði. Hann fékk vatn og allir sáttir.
Þegar við löbbum með hann og mætum öðrum hvuttum þá klappar hann, hann langar að tala við þá. Svipurinn á hundunum og eiganda þeirra er oft óborganlegur.
Hann sest upp og slær saman framloppum af miklum móð. Þegar mikið liggur við þá stendur hann uppréttur á afturfótum.
Datt í hug að segja frá þessu vegna þess að Anna var að spá í þetta í kommenti hérna neðar á síðunni hehe.
Athugasemdir
En yndislegt, ég fékk ekki að sjá þetta þegar ég kom til ykkar, þeir voru lokaðir inni greyin. Sé þetta bara næst.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 16:32
Dúllukrútt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 16:46
Hundkrúttið er bara dásamlegur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:49
O hvað ég vildi að þú ættir videotökuvél...reyni samt að sjá hann fyrir mér, hundinn að klappa... fyndið...
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2007 kl. 17:00
Þetta er óborganlegt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.11.2007 kl. 18:16
Ég er feginn að þú fórst til læknis. Gangi þér vel.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.11.2007 kl. 18:21
Já hann Lappi er alveg óborganlegur hundur ég er svo heppin að hafa fengið að sjá Lappa klappa og Þegar við erum á leiðinni til þín þá er aðalumræðu efnið hjá börnunum Lappi klappa og ef það er einhver að tala um hunda við okkur segja börnin hún Ragga á hund hann heitir Lappi og hann sko að klappa.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 22.11.2007 kl. 19:05
OMG en frábær hundur, það er algjört möst að fá einhvern til að taka hann upp á video svo við bloggvinir getum séð klapptaktana.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.11.2007 kl. 21:18
Frábært að heyra um hund sem klappar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.