Lét mig hafa það
6.11.2007 | 14:21
og er sátt með sjálfa mig. Þegar ég var búin að skrifa pistilinn um vinnuna mína þá bara stökk ég af stað og fór að vinna. Ég vann ekki lengi en fór þó nokkrar ferðir. Ég mun ekki fjalla að ráði um vinnuna mína enda bundin þagnareiði í allar áttir. Það kom út bók um árið um leigubílasögur, ég fékk hana í jólagjöf og las hana. Ég var lengi óviss um að sú bók ætti rétt á sér vegna þess að við eigum ekki að segja frá því sem gerist í bílunum, bókin var hinsvegar almennt orðuð og ekki hægt að þekkja nokkurn mann af þeim sögum sem birtust. Við bílstjórarnir tölum hinsvegar nokkuð saman sérstaklega um fólk sem við lendum í vanda með, það er nokkurskonar áfallahjálp og líka viðvörun fyrir aðra bílstjóra svo þeir passi sig á viðkomandi farþegum eða ákveðnum húsum. Stundum (sérstaklega um helgar) hættum við að senda á ákveðin heimilisföng. Þá erum við kannski búnar að senda bíla þangað og það kemur aldrei neinn farþegi. Bílarnir í "plati" eins og það er kallað. Þá er kannski 12 manna partý og hringt til okkar og pantaðir 4 bílar, það er líka hringt á Hreyfil og pantaðir 4 bílar. Í þessu dæmi verða alltaf 4 bílar afgangs sem eyða tíma í að bíða fyrir utan hús þar sem enginn kemur og á meðan bíður annað fólk eftir því að fá bíla. Og við fáum skammir fyrir að vera lengi á leiðinni og bla bla bla.....
Munið ljósasíðurnar...
PS
Björn þurfti í banka í dag, hann spurði móður sína hvort hann ætti ekki bara að fara í þjónustufulltrúa ? Jú áreiðanlega sagði mamman. ,,Ég fer bara á þessa sem ég þekki !" dagði kokhraustur Björn. ,,tihíhíhí" heyrðist í móðurinni.,, Björn maður fer ekki Á konur bara sisvona" sagði móðir. ,, Ohh mamma, þú átt ekkert að hugsa svona!! Þessi brandari var að skjótast upp í hausinn á mér "
Björn fór inn í bankann, mamma beið úti...og glotti.
Athugasemdir
Til hamingju með að hafa drifið þig. Þannig yfirstígur maður kvíðann, oft á tíðum, með því að láta gossa.
Ég þyrfti að komast í þessa leigubílabók
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 17:47
Gott að þú sért byrjuð að vinna aftur. Vonandi hitti ég á þig þegar ég dembi mér í fljótheitum upp í Mosó til að ná strætó þar og þurfa ekki að bíða í klukkutíma eftir næsta.
Mér fannst bókin Taxi ansi skemmtileg og varpaði góðu ljósi á það sem bílstjórar þurfa að þola stundum. Best fannst mér sagan um bílstjórann sem fór ferð með tvo beljaka og litla skælandi stelpupísl á milli sín. Hann var skíthræddur við gaurana en þorði þó að segja að hann hreyfði ekki bílinn nema stelpan væri sátt við það ... sem hún var. Síðan var haldið upp í sveit (Vatnsenda?) og allir fóru út, bílstjórinn beðinn um að bíða. Honum varð ekki um sel þegar hann sá gaurana koma út með stóran byrði, greinilega þunga ... og skóflur. Hann ætlaði varla að þora út úr bílnum þegar þeir báðu hann um að koma. Svo var þetta allt í sómanum. Þetta voru systkini sem voru að fara að hjálpa ömmu sinni við að grafa stóra hundinn hennar sem hafði drepist. Bílstjórinn endaði í kaffi og spjalli og ók svo systkinunum heim. Mjög óvænt saga.
Knús í bæinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.11.2007 kl. 18:10
Hehehehe já Gurrí, sumt af þessu hafði ég heyrt áður. Ég þarf að fara að lesa hana aftur og lána Jennýu bókina líka...haha
Já við reynum að sjá til með brun í Háholt.
Ragnheiður , 6.11.2007 kl. 18:13
Heyri að húmorinn er í lagi. Gott hjá þér að fara að keyra. Til hamingju.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.11.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.