Hvenær verður komið nóg?

Bankar græða á tá og fingri en herða kverkatakið á almennum viðskiptavinum. Jú gott og vel, það er hægt að færa lánið milli eigna. Dæmið ss ekki alveg harðlæst en hvert stefnir þetta allt með hækkandi fasteignaverði og minni aðgangi að lánsfé ? Björn sagði mér í dag að flestir vinir hans byggju orðið heima, það kæmi til vegna þess að ungt fólk réði í dag ekki við íbúðakaup. Svo kom þessi frétt sem ég vitna í.

Nú er að sjá hvort hinir bankarnir koma með viðlíka reglur.

Ja svei...nóg borgum við samt í afleiddan kostnað af því að vera blankur...og þurfa lán.


mbl.is Breytt kjör við yfirtöku íbúðalána Kaupþings banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir boða allir þessar breytingar, ó já, það er dýrt að vera fátækur.
Ég sagði um daginn til hvers að fella niður stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld við höfum aldrei efni á að greiða upp nein lán ef við erum með einhver, þar af síður fær fólk lán sem er með lá laun, því það getur ekki greitt af lánum. Skítt.
             Kveðja snúlla.
                        Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Þetta hlýtur að vera þeim algjör nauðsyn. Þeir eru svo blankir!

Hallmundur Kristinsson, 6.11.2007 kl. 20:15

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er ég glöð að vera ekki með íbúðalán hjá bankastofnun! Þessir bankar eru gjörsamlega komnir með kverkatak á landanum

Huld S. Ringsted, 6.11.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvað eru topparnir þarna aftur með í laun??

Ólafur Þórðarson, 6.11.2007 kl. 20:29

5 Smámynd: Ragnheiður

það er eitthvað smotterí bara...fleiri tugir milljóna á ári.

Ragnheiður , 6.11.2007 kl. 20:35

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg, arg, arg, arg,arg og áfram argandi garg.  Svo pirruð er ég á þessu siðleysi og tvöfeldni, alltaf hreint

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 21:20

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það getur ekki verið að þeir boði allir þessar breytingar...þá er ENGIN SAMKEPPNI!...það blasir við!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.11.2007 kl. 22:00

8 Smámynd: kidda

Þegar við breyttum íbúðasjóðsláninu okkar í bankalán þá vorum við tvístígandi, fastir vextir eða breytilegir. Pendúllinn minn góði réði svo hvað við gerðum, fastir vextir skyldi það vera. 4.20% enduðu þeir í. Um daginn vildi Kaupþing endilega gera mér tilboð í öll bankaviðskiptin, það endaði með því að sá sem hringdi sagðist því miður ekki geta boðið mér betri kjör en ég hefði í Landsbankanum og best væri fyrir mig og okkur að vera þar áfram.

kidda, 6.11.2007 kl. 22:04

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kverkatakið, enn og aftur...

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.11.2007 kl. 22:13

10 Smámynd: Jóhann

Veit ekki betur en að þetta hafi verið svona hjá hinum bönkunum nokkuð lengi...

Jóhann, 6.11.2007 kl. 23:21

11 Smámynd: Ragnheiður

Jóhann, ég yfirtók lán í maí frá öðrum banka, lán með lágum vöxtum. Það var ekki nein breyting á því.

Ragnheiður , 7.11.2007 kl. 00:20

12 identicon

Já þetta er alveg ömurlegt. Alveg var ég viss um að þeir myndu ekki vera  neytendavænir þegar fram liðu stundir þegar þeir byrjuðu að lána. Er mjög fegin að hafa ekki farið yfir til þeirra heldur er hjá íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðnum mínum með lán. Finnst þeim aðeins betur treystandi. 

Steinvör (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:20

13 Smámynd: Jóhann

Ragnheiður, banka eða sparisjóði?

Jóhann, 7.11.2007 kl. 09:09

14 Smámynd: Ragnheiður

Jóhann, banki...stóóóórrr banki (Glitnir)

Ragnheiður , 7.11.2007 kl. 09:22

15 Smámynd: Jóhann

Veit þá betur núna

Jóhann, 7.11.2007 kl. 16:10

16 Smámynd: Ragnheiður

Hitt er svo annað mál að það verður kannski ekki svoleiðis...svo var einhver frétt á vísi í dag að Glitnir gæti breytt lánunum án þess að til sölu komi eftir einhvern tíma....kíktu á vísi. Man þetta ekki nógu vel og nenni ekki að leita í bili.

Ragnheiður , 7.11.2007 kl. 16:23

17 Smámynd: Jóhann

Það passar, Glitnir og Landsbankinn eru víst með ákvæði á að minnsta kosti sumum lánunum sínum sem leyfa þeim að "endurskoða" vextina á fimm ára fresti eða eitthvað þess háttar. Þar þarf ekki nafnabreyting að koma til.

Það var Frjálsi fjárfestingabankinn sem byrjaði með regluna um að það megi ekki nafnabreyta án þess að komi til breytingar á vaxtaprósentu.

Jóhann, 7.11.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband