Lausbeislaða þjóð

sem stundum hagar sér einkennilega. Helgi eftir helgi eru fréttir af veseni í miðborginni,svo og svo margir vistaðir í fangageymslum. Við glottum góðlátlega og hristum hausinn,það líða nokkrir dagar og svo hefst vitleysan öll á ný.

Í 20 ár hef ég haft milli lifibrauð af fólki sem er drukkið. Ég er í 2 vinnum og önnur snýr að því að senda þessu fólki leigubifreiðar en hin snýr að því að aka þeim sjálf sem leigubifreiðarstjóri í Reykjavík. Eitt það versta sem ég lendi í þegar ég er að aka eru ælur í bílinn, mér er ekki nokkur leið að þrífa þetta upp. Mér finnst þetta svo ógeðslegt. Miskunnarlaust ætlast fólk til þess að maður hreinsi þetta upp eftir það. Því finnst það vera inn í gjaldinu sem ekið er gegn. Mín eina leið er oftast sú að hringja í karlinn minn og fá hann til að hjálpa mér við að hreinsa þetta. Ég hef fengið nánast alla mögulega líkamsúrganga í bílinn minn. Fólk er ótrúlega ósiðað í leigubílum. Svo rífst fólk og skammast yfir því að ekki fáist leigubílar í miðborgina. Málið er að eftir ákveðinn tíma á nóttunni þá hættum við flest, þessi gömlu, að aka í miðborgina. Þá er líka kominn sá tími sem fólk er að fara í flug. Notalegur flugfarþegi slær við byttu úr bænum,anytime. Stundum mætti fólk minnast þess að við erum til að veita ákveðna þjónustu, við erum ekki til að skeyta skapi sínu á. Leigubílar eru ekki almenningsklósett, bíllinn þarf að fara aðra ferð og enginn vill fá leigubíl -illa lyktandi með fúlum bílstjóra vegna þess að síðasti farþegi lét eins og asni í bílnum.

Það tekur mig c.a. 3 mínútur að komast að því hvort farþeginn minn er utanbæjarmanneskja eða borgarbúi. Undantekningarlaust spjalla utanbæjarmenn og eru bara þrælskemmtilegir farþegar meðan borgarbúinn steinþegir og virkar fúll, hann er það kannski ekki, viðkomandi er kannski bara að hvíla sig enda býr hann í hröðu og þreytandi þjóðfélagi.

Oftast höfum við kvenbílstjórar haft betra næði í vinnunni en nú er annað uppi. Dómurinn í dag er annar dómurinn á stuttum tíma þar sem ráðist er að kvenleigubílstjóra. Dómurinn í dag. 

Fáir voru fegnari en ég þegar posarnir komu í bílana, fram að því hafði einungis verið tímaspursmál hvenær leigubílstjórar hefðu verið rændir. Við sluppum við það ef frá er talin árásin í vor. Við erum oft á tíðum varnarlaus, ein í bílunum. Suma farþega tekur maður ekki upp í, við erum fljót að þekkja vandæðafólk í sjón og vandræðahús. Stundum er það ekki nóg.

Síðan ég missti Himma þá hef ég ekki farið nema í aðra vinnuna, ég hef bara ekki orkað hina. Nú ætla ég að fara að breyta þessu og koma mér af stað í báðum vinnunum. Það verður átak en ég skal, ég skal.

Að lokum...komið fram við aðra eins og þið viljið láta koma fram við ykkur. Þetta gengur allt miklu betur svoleiðis.

Munið ljós fyrir Gillí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel með Það Ragnheiður mín.  Og mikið er ég sammála því ða maður eigi að koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig.  Og það er alveg órtúlegur dónaskapur að ærast yfir því að borga meira ef maður ælir út leigubifreið.  En ég segi bara aftur gangi þér vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þér er ekki fisjað saman, kona góð. Gangi þér vel, vonandi haga farþegarnir sér sæmilega, þeir mega víst þakka fyrir á meðan einhverjir bílstjórar nenna að taka miðbæjarvaktina, eftir lýsingu þinni að dæma, ekki vildi ég standa í þessum ósköpum. Góða besta haltu þig við flugfarþegana...

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.11.2007 kl. 22:09

3 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið ósvífið.  Skil alveg að þú getir ekki unnið við báðar vinnurnar þínar eftir missir þinn.

knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 5.11.2007 kl. 22:30

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

GAngi þér val að keyra bílinn. Þú ert hörkukona.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.11.2007 kl. 22:32

5 identicon

Þú ert hugrökk kona.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 23:22

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær pistill og hvert orð satt.  Mér finnst kominn tími á gler sem skilur að bílstjóra og farþegar.  Ástandið er bara orðið þannig.  Það væri flott ef fólk færi almennt eftir þeirri gullnu reglu að koma fram við aðra eins og það vill láta koma fram við sig.

Takk fyrir mig og góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2007 kl. 00:26

7 Smámynd: halkatla

oj

en samt geggjaður pistill

halkatla, 6.11.2007 kl. 00:50

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Svo hreina satt...

Reyndar spjalla ég höfuðborgarbúinn nær undantekningarlaust í leigubílum.

Gangi vel með að byrja aftur í hinni vinnunni :)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.11.2007 kl. 10:18

9 Smámynd: kidda

Ég myndi ekki þora að vera leigubílsstjóri, alla vega ekki nema að ég gæti valið kúnnann. Þannig að þú Ragga mín og fleiri af okkar tegund sem vinnið við þetta eru hugaðar.

Knús og klús

kidda, 6.11.2007 kl. 10:34

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistil eins og alltaf hjá þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2007 kl. 11:43

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Góður pistill hjá þér og ég er algjörlega sammála þínum hugleiðingum. Ótrúlegt hvað sumt fólk undir áhrifum getur verið óforskammað þegar kemur að líkamsvessum og úrgangi

En gangi þér vel að byrja í hinni vinnunni aftur. Þú ert frábær og dugleg. Knús í krús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.11.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband