Gerðum gott

úr gærdeginum. Solla kom eftir að hafa farið upp í garð til litla bróður síns og mér datt í hug að fara með þeim út að borða. Þeim Jóni leist vel á það og við skelltum okkur á grillhúsið. Það er okkar staður, þangað förum við nokkuð oft.

Svo fórum við gamli bara að sofa snemma. Og ég vaknaði aftur um hálfþrjú, glaðvaknaði. Lá uppí rúmi og þá fór rafmagnið. Ég þorði ekki annað en að hnippa í Steinar enda er hann með cpap vél sem gengur fyrir rafmagni. Þar með vaknaði hann og við röltum hér um húsið í klukkutíma með kertaljós. Agalega rómó...okkur tókst loksins að fara að sofa aftur og enn rafmagnlaust. Ég rumskaði svo undir morgun, útvarpsklukkan blikkaði og kallinn kominn með vélina aftur á sig.

Ég sé fátt markvert í fréttum enda ekki alveg búin að rannsaka það nógu vel.

Við Björn erum enn að spá í þessa 460 ára kúskel, já þessa sem vísindamennirnir hentu vegna þess að þeir föttuðu ekki hversu gömul hún var. Hvernig líf er að vera kúskel í 460 ár ? Hafiði hugmynd ? Ekki við en Björn heldur að hún hafi beðið eftir að einhver bankaði ?

Munið eftir Gíslínu og öðrum ljósasíðum sem eru hér í hlekkjum.

Smáviðbót við færsluna, nenni ekki að skrifa nýja og bæta þessu við, en þetta fann ég á vísi.is. Það er um áfengisfrumvarpið.

Á móti:
Steingrímur J. Sigfússon, VG
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu
Álfheiður Ingadóttir, VG
Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki
Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki
Ellert B. Schram, Samfylkingu, með fyrirvara
Atli Gíslason, VG
Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu
Karl V. Matthíasson, Samfylkingu
Jón Magnússon, Frjálslyndum, á móti í óbreyttri mynd
Árni Þór Sigurðsson, VG
Ögmundur Jónasson, VG
Bjarni Harðarson, Framsóknarflokki
Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki
Katrín Jakobsdóttir, VG
Jón Bjarnason, VG
Þuríður Bachman, VG
Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu

Fylgjandi:
Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki
Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu
Arnbjörg Sveinssdóttir, Sjálfstæðisflokki
Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki
Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki
Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki
Birgir Ármansson, Sjálfstæðisflokki
Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki

Neita að svara:
Kristján L. Möller, Samfylkingu
Kolbrún Halldórsdóttir, VG

Ef maður skoðar aldursamsetningu þá eru meðmæltir hinir yngri þingmenn, sem lífið hefur enn ekki barið til hlýðni. Þeir eru eru á móti eru aftur reyndir og þroskaðar sálir.

Mikið ferlega er samt erfitt þegar lífið lemur mann sífellt niður - lærdómurinn sem maður dregur af því er samt nokkuð magnaður. Ég er núna í lokaáfanga ,,að missa barn" . Guð má vita hvenær það nám klárast ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Mikið er ég ánægð að það rættist úr gærdeginum eða kannski á ekki að segja rættist úr honum en þú komst í gegnum hann,en ég get ímyndað mér að svona dagar séu erfiðir,knús til þín og eigðu góðan dag

Katrín Ósk Adamsdóttir, 5.11.2007 kl. 13:23

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig duglegust.

Takk fyrir listann, það eru mun fleiri á móti, áhugavert

Smjúts inn í daginn og ég fékk ágætisfréttir úr niðurstöðu, svona miðað við.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband