Hvert stefnum við ?

Hefur einhver reynt að sjá fyrir sér íslenskt þjóðfélag fram í tímann ? Stundum velti ég þessu fyrir mér og reyni að sjá hvert við stefnum. Erum við að stefna inn í misskiptingu, þar sem sumir munu eiga alla peningana og restin af þjóðinni mun lepja dauðann úr skel ? Ef við skoðum t.d. Bandaríkin þá er beint samband milli glæpa þar og þjóðfélagsstöðu viðkomandi. Fátækara fólkið fyllir fangelsin. Skemmt er að minnast viðbragða almannavarna í tveimur stórhamförum sem yfir USA dundu nýlega, annars vegar í New Orleans og hins vegar i Californiu. Þið vitið sjálf að maður finnur allar upplýsingar á internetinu og þannig nota ég netið oft, er að grúska í hinu og þessu. Ég horfi líka oft á FBI Files á Discovery. Ég sit alveg hissa og horfi á ömurlega grimmd mannskepnunnar, fólk er myrt af engu tilefni. (ekki það að ég telji að nokkurntímann sé til nógu gott tilefni)  Stundum googla ég viðkomandi atburð, þeir eru oftast með rétt nafn á ýmist fórnarlambi eða morðingja. Ég er ekki hlynnt dauðarefsingu, það fór meira að segja í mig aftaka Saddams.

Nú er það ekki þannig að allir morðingjar komi úr fátækt en líkindin eru yfirþyrmandi. Hlutfall svartra manna er afar hátt í fangelsum þar ytra. Ótrúlega margir þeirra eru uppaldir í fátækrahverfum.

Er þetta eitthvað sem myndi gerast hér ? Erum við að stefna inn í slíkt ástand ? Lengi hefur Ísland elt USA en þó tók steininn úr þegar við vorum komin á lista viljugra þjóða, tókum óbeinan þátt í innrás í Írak. Það var óhugnanlegt.

Nú þegar verðum við að sporna við misskiptingu í þjóðfélaginu. Hér eru til nægir peningar. Bara aurarnir sem fara í vanskil og kostnað hjá LSP myndu duga í margt annað, listinn er ógnarlangur. Á meðan eru öryrkjar hundeltir, verði þeim á að ná að safna einni krónu þá þurfa þeir að borga 2 og hálfa krónu til baka.

Ég er ekki búin að gefast upp á þessari ríkisstjórn, ég fylgist með. Það eru ýmis mál sem vekja vonir. Viðskiptaráðherrann er að skoða gjöldin sem m.a. bankar leggja á okkur almúgann. Jóhanna félagsmálaráðherra er að skoða aðbúnað barna.

Nú er verið að hugsa um að stækka Hraunið, af ástæðum sem ég get ekki rakið hér þá set ég spurningarmerki við það. Ég er alls ekki viss um að fangar eigi að vera flestir á sama stað. Ég stórefast um það.

Vonandi er þetta ekki mjög sundurlaust hjá mér, ég er að horfa á Downfall með Birni syni mínum og athyglin þvælist aðeins á milli .

Munið ljósasíðurnar.....

Gillí okkar er að hvíla sig á líknardeildinni

Himmi er að reyna að ramba inn um Gullna Hliðið

Þórdís Tinna sýnir okkur við hvað hún berst

Þuríður Arna þarf á öllum góðum hugsunum að halda, hún er lítil dugleg telpa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þessa frábæru morgunhugleiðingu.  Auðvitað er ég sammála þér og ég hef miklar áhyggjur af þróuninni í stéttaskiptingarátt í íslensku samfélagi.

Mér er jafn sárt um líf Saddam Hussein og allra annara, þ.e. hann var skítmenni en ekki meira skítmenni en sumir sem ganga um eins og fínir menn og engum dettur í hug að hrófla við.

Njóttu dagsins Ragga mín og ég er reglulega inni á kertasíðunum.  Annars tel ég mig nokkuð vissa um að Himminn sé löngu kominn inn fyrir hlið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú hefur fallega lífssýn Ragnheiður.... og ég er sammála þér, nema hvað mér var hundsama þótt Saddam Hussein fengi að fjúka.  Það heitir að fórna minni hagsmunum fyrir meiri í mínum huga.

Mér þykir vænt um hvað þú sýnir mikla samkennd.

Anna Einarsdóttir, 31.10.2007 kl. 11:25

3 Smámynd: kidda

Himmi fór beint inn um gullna hliðið

Vonandi áttu góðann dag. 

Knús og klús

kidda, 31.10.2007 kl. 11:58

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir góða hugvekju. Þú er svo ansi djúp... Stundum geymi ég mér að lesa færslunarnar þínar þangað til síðast, eins og maður geymdi oft bestu pakkana, frá pabba og mömmu og afa og ömmu, þangað til síðast á jólunum. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2007 kl. 12:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hjartanlega sammála þér Ragga mín. heldur þú að við séum búin að gefast upp, nei! nei! nei! við verðum að þar til allir fá mannsæmandi laun. New Orleans er, eins og allir  aðrir staðir sem lenda í þessum hörmungum mistök frá upphafi til enda það hefur ekki verið staðið við brota brot af því sem átti að gera.
Svo gerist þetta í Californiu, það var að sjálfsögðu hræðilegt, en þá kemur belgurinn og segir allt verður gert og allt borgað og vitið til það verður gert, því þetta er ríka fólkið. við verðum að gefa þessari ríkisstjórn tíma, en ekki langan ég er orðin þreytt á endalausu rugli
í þessum mönnum.´Síðan höfum við bara svo margt kærleiks-ríkara að gera enn að þurfa að hafa batteríið undir eftirliti.
Ég ætla að hætta áður en ég fer í stuð stelpa mín.
                     K.v. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.10.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband