ég er lesandi

um allar jarðir og reyni stundum að skilja eftir mig smá slóð í athugasemdum viðkomandi. Ég rak mig á það í fyrsta sinn áðan að ég gat það ekki.

Þið getið amk lesið, ég var að lesa pistil Ólínu Þorvarðardóttur um nafnlausa bréfið sem sent var LSP. Ég er alveg sammála henni um það að slíkt er óhæfa.

Svo skrifar hún afar fallegan pistil í dag um Gíslana tvo. Ég man eftir andláti þeirra beggja en annar dó saddur lífdaga en tæplega hinn. Þessi færsla hennar er afar góð.

Ég vildi kommenta en þá kom ; þú ert asni ! og átt ekkert að vera að skrifa hér !! skrifaðu heima hjá þér sauðurinn þinn !! (það skal tekið fram að þetta er djók)

Ólína er ein þessarra kjarnakvenna sem sífellt eru að og skilja eftir sitt mark á sínu samfélagi. Mér finnst gaman að lesa síðuna hennar...nú er ég farin að endurtaka mig...farin að gera annað....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ósjaldan les ég færslur sem hreyfa mikið við mér og fá mig til að hugsa mikið en oft næ ég ekki að koma frá mér orðum til kommenta en er samt með fullt í hausnum,ég lendi oft í þessu þegar að ég les þínar færslur að þær hreyfa mikið við mér en ég næ ekki að koma frá mér orðunum til að kommenta.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.10.2007 kl. 18:05

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ef þú ert að meina það að þú hafir ekki getað kommentað á síðunni hennar Ólínu þá get ég upplíst þig um það mín kæra að kommenta síðan var biluð, er í lagi núna.

Upplýsingakveðjur frá Millu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2007 kl. 19:48

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, ég þarf að tékka á þessu.  Að sjálfsögðu hlýtur að vera bilun.  Arg, ég er svo fattlaus og ofsóknarbrjáluð að ég missi húmor og allt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2007 kl. 20:04

4 Smámynd: Salka

Hvar finn ég siðuna hennar?

Salka, 29.10.2007 kl. 22:40

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hlaut að vera ég var í tómu basli í dag að skrifa inn hjá vinum mínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband