Kjánahrollur

og sá ég þá ekki nema smá hluta af umræðum í borgarstjórn í dag. Ég heyrði í tveimur sjálfstæðiskonum og önnur sagði með hálfbrostinni röddu ; Við söknum þín ekki Björn Ingi !! Á bekknum sá ég Björn Inga og Björk stinga saman nefjum. Þetta kom einhvernveginn þannig út að ég fékk kjánahroll.

Annað sem ég vildi koma á framfæri hérna er færsla vinar míns Magnúsar Korntop . Hann er ansi duglegur að vekja athygli á ýmsu sem betur mætti fara í sambandi við málefni fatlaðra. Hann hefur líka tekið óhræddur gagnrýni eins og orrahríðinni sem dundi yfir þegar misþroska maður var sýknaður af nauðgun á dögunum. Magnús fyllir sjálfur flokk fatlaðra en þess sér nánast engin merki á bloggsíðu hans sem er ansi góð. Ég les hana nánast daglega og stundum oftar.

Nú er Kastljós að fjalla um áfengisfrumvarpið sem liggur fyrir nú. Það er verið að tala við Sigurð Kára og forstjóra lýðheilsustöðvar. Áðan var talað við mann sem er í einhverjum nefndum og ráðum...m.a. alþjóða heilbrigðisstofnuninni og myndin sem hann dró upp af áfengi var ansi dökk. Þetta liggur nær mínum skoðunum á áfengi en ég hef áður séð í almennri umræðu. Ég fagna þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir þetta með þér með áfengið.  Ég ætla að kíkja á Magnús, hef stundum lesið greinar hans og aldrei hvarflað að mér að hann væri eitthvað öðruvísi. Takk og kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir hlý orð í minn garð,mér finnst líka magnað hvernig þú notar bloggið þitt til að tala um Hilmar og sorgina sem eðlilega fylgdi í kjölfar andláts hans,sama má segja um Þórdísi Tinnu,Gíslínu,Áslaugu Ósk og fleiri,ég dáist að ykkur fyrir að óra að bera tilfiningar ykkar á torg og leyfa okkur hinum að fylgjast með og ég mun blogga um það fljótlega.Knús til þín

Magnús Paul Korntop, 16.10.2007 kl. 21:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þörf ábending Ragga mín, og ég er svo alfarið á móti áfengi í matvörubúðir, einfaldlega vegna þess að Íslenska þjóðarsálin er fyllibytta.  Þannig er nú það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 21:38

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Gleymdi að tjá mig um  þetta frumvarp sem liggur fyrir alþingi,ef það verður samþykkt þá mun áfengisdrykkja aukast mikið og því skora ég á alþingismenn að fella þessa þingsályktunartillögu um að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum,slíkt er glapræði.

Magnús Paul Korntop, 16.10.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband