Sem betur fer
16.10.2007 | 09:53
er það ekki oft sem maður þarf að henda öllu frá sér og hringja í ofboði á lögreglu fyrir þá en það kemur þó fyrir. Dagfarsprúðasta fólk verður stundum hálfgalið ef áfengismagnið er orðið of mikið. Það er samt ágætt að menn eru að læra samningatækni, ekki veitir nú af.
Góðan daginn elskurnar.
Hin fréttin sem mér fannst athyglisverð og hálfsorgleg á netmogganum var ályktun frjálslyndra kvenna sem afneita Margréti Sverrisdóttir. Eins og það gangi ekki nóg á með minnislausan Villann og þrefaldan Binga....Dæs.
Leigubílstjórar lærðu samningatækni FBI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er orðið vandlifað í heiminum, fólk þarf að fara á námskeið við einu og öllu. Hehe
Merkilegt fyrirbæri finnst mér þegar konur rísa upp gegn konum.
Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2007 kl. 10:13
Þetta er orðinn hálf hlægilegur borgarstjórnarmeirihluti. Einn nútíma Júdas og Margrét situr þarna inni umboðslaus og utangátta.
Stefán (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:20
knús og klús fyrir daginn
kidda, 16.10.2007 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.