Smámunasemi
30.9.2007 | 16:02
hefur verið að hrjá mig í morgun. Ég skil nú ekki í sjálfri mér og ætlast svo bláköld til þess að Steinar greyið skilji eitthvað í mér. Týpísk kona...
Stundum hugsa ég með hjartanu en ekki heilanum. Eins og konur vita þá er stór munur á þessu tvennu.
Í morgun bjástraði ég við að setja inn heilmikinn lestur um að einhver hefði hringt í mig í nóttinni. Jú ,gott og vel. Það stendur skýrum stöfum á símanum mínum í formi MISSED CALLS. Hvurn fjandann var ég að pirra mig á þessu ? Það er ekki eins og maðurinn HAFI vakið mig,steinsofandi með hljóðlausan símann !!
Þetta var klárlega merki um hreinræktað nöldur.
Ragnheiður þér eruð asni !!
Athugasemdir
Hahhahah, þér eruð enginn asni. Stundum verður maður að nöldra smá, hugsaðu þér hvað Steinar hefur sloppið við mikið fyrst þú fékkst einhverja útrás á Netinu ... ehehhehehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 16:43
Stundum verður maður bara pirraður af engu.... eða næstum því engu. Og stundum þarf maður útrás. Míns skilur þíns vel. Knús til þín Ragnheiður mín
Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 16:44
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2007 kl. 18:03
Skl þig samt. Það á enginn eridi við þig um hánótt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.9.2007 kl. 19:59
það er ekkert meira pirrandi en að vera vakin upp á nóttunni með einhverri símhringinu.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.9.2007 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.