Erill vinur Jennýar
30.9.2007 | 10:40
hefur verið víðförull um helgina. Þarna er m.a. fjallað um mjög drukkinn ökumann. Við að lesa þetta þá rifjaðist upp fyrir mér nokkuð sem ég varð vitni að fyrir mörgum árum. Ég ók á eftir bifreið sem þvældist milli akreina og kanta, nokkuð greinilega ekki alveg í lagi með ástand þess ökumanns. Farþegi í mínum bíl hringdi í lögregluna og við vorum vinsamlega beðin að fylgja þessum bíl eftir þar til lögreglan kom. Það gerðum við góðfúslega og námum staðar þegar löggan var búin að króa hann af. Lögreglan gekk að bifreiðinni, nokkuð valdsmannslega og opnaði hurðina hjá ökumanni. Þá gerðist það sem ég hef ekki séð fyrr né síðan. Maðurinn datt út úr bílnum ...lögreglumaðurinn átti í mesta basli með að springa ekki úr hlátri og aðfarirnar við að veiða kallinn uppúr götunni voru sérdeilis kostulegar.
En það á ekki að aka drukkinn,dópaður eða lyfjaður. Fólk hefur ekki leyfi til að spila svoleiðis með líf annarra í umferðinni.
Mikill erill hjá lögreglu á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl.
Ég lennti í þessu einu sinni líka - að fylgja drukknum ökumanni fyrir lögregluna. Guð hvað ég var hrædd - það var þó nokkur trafík og af manninum skapaðist mikil hætta.
Það er eins og þú segir algjörlega ófyrirgefanlegt að leika sér að annarra lífi svona.
Hjördís G (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 10:55
Ég er svo hissa að heyra að þeir biðji fólk um þetta.. að elta drukkna ökumenn. En auðvitað vilja flestir aðstoða lögregluna ef mögulegt er. Hélt bara ekki að þeir bæðu fólk um svona.
Maður sem dettur úr úr bílnum þegar hurðin er opnuð er auðvitað ansi vel í því og það er ekki annað en hægt að finnast það fyndið fyrst að ekki fór illa.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2007 kl. 11:48
Hahaha, góður. Það er ekki til það sem Erill gerir ekki þegar hann er fullur og hann er ALLTAF fullur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2007 kl. 11:53
Þú veist að lögreglan skiptir ölvunarakstri í þrennt: Það eru þeir sem aka viljandi undir áhrifum þ.e. þeir sem bara drekka og keyra svo; Svo eru það þeir sem vita ekki að þeir eru fullir þ.e. hafa t.d. drukkið daginn áður og mælast enn fullir þegar þeir eru stoppaðir daginn eftir; og síðast en ekki síst þeir sem vita ekki að þeir eru að keyra og það á greinilega við í þessu tilfelli það eru einmitt þeir sem velta út úr bílnum þegar löggan opnar hann!!
Bara svona til fróðleiks!!!
Kolbrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:41
Hehehe takk Kolbrún, fín skýring hehe
Ragnheiður , 1.10.2007 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.