Það líður að jólum
23.12.2012 | 00:37
Ég geng hæglát
það marrar í mölinni.
Ljósin blika skært
sum þeirra skera í augun.
Litirnir eru hefðbundnir
rauður, hvítur en einstaka blár
Bláir krossar á leiðum
skerandi bláir krossar á leiðum
Hann sefur rór
loksins er friðurinn og hvíldin
en æfin varð svo hörmulega stutt.
Allt var eiginlega ógert
Margt líka ólært
en mamma lærir hvern dag
hvern sáran dag.
Mistök verða sum aldrei bætt
sum ekki aftur tekin.
Sjálfsvíg er slík mistök
Augnabliks örvænting
Gleðileg jól
Athugasemdir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.12.2012 kl. 03:32
♥
Hrönn Sigurðardóttir, 23.12.2012 kl. 10:23
Elsku Ragga mín, veit að það er erfitt að sakna en ég trúi því að elsku Himminn þinn sé alltaf nálægt þér.
Vona að þú eigir gleðileg jól, mín kæra <3
Kidda, 23.12.2012 kl. 10:42
Gleðileg Jól Ragnheiður mín, megi friður og gleði ríkja hjá þér og þínum yfir jólahátíðina, sem og alltaf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2012 kl. 10:43
Fallegt hjá þér elsku Ragga, guð blessi ykkur öll og sérstaklega Himmann þinn
Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2012 kl. 11:53
Vel orðað, gleðileg jól til þín og þinna <3
Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.12.2012 kl. 13:23
Elsku Ragga, þetta var svo fallegt en svo sorglegt líka. Ég sendi þér faðmlag. Það er það eina sem ég get gert. Látið þig vita að ég hugsa til þín með hlýju. <3
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.12.2012 kl. 11:32
Guðrún unnur þórsdóttir, 29.12.2012 kl. 23:07
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.12.2012 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.