Það er erfitt

að sjá Hrafnkel í viðtali í DV í dag, ég skil kvöl hans og sársauka og deili því með honum að óska engum þessa - að horfa á eftir kistu barnsins síns ofan í gröfina.

Þetta þurfa þó allt of margir foreldrar að upplifa árlega og standa bugaðir eftir. Fólki hættir allt of mikið til að kjamsa á mistökum og því sem "hefði átt" að vera gert, það væri nær að breiða hlýjan stuðningsfaðm til þessara brotnu foreldra.

Það er ekki spurning að eftir sjálfsvíg barnins manns þá rífur maður sjálfan sig niður, af alefli. Fer yfir öll atvik og tætir í sig og særir....en þá einmitt verður engu breytt og ekkert lagað.

Margt það sem ég veit í dag hefði ég viljað vita þegar ég var að þykjast vera uppalandi - það er merkilegt að ég þurfti námskeið til að eiga hund en ekki börn. Mér hefði sko ekki veitt af því. Það segi ég satt.

Samúðarkveðjur til aðstandenda Sveins Inga Hrafnkelssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég veit bara ekkert um þetta, en tek undir með þér að það á að hjálpa fólki ekki rífa það niður.  Var þetta eitthvað í fréttum eða?  knús

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2012 kl. 14:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Keli minn, sendi þér og þínum mínar dýpstu samúðarkveðjur.  Megi allt það góða fylgja ykkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2012 kl. 14:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Búin að sjá þetta, skelfilegt, blessað fólkið.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2012 kl. 14:29

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2012 kl. 21:07

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 22.11.2012 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband