Dagurinn í dag hefur aðra merkingu

en hjá ykkur flestum. Hjá ykkur er dagur íslenskrar tungu en hjá mér er afmælisdagurinn hans Himma míns. Í dag hefði hann orðið 27 ára - í dag hefði ég átt að vera að sjóða makkarónugraut og baka pönnsur ofan í son minn. Í staðinn sit ég hér, í náttfötunum, ein og geri ekki neitt.

Um daginn hugsaði ég mér að líta á tímann frá andláti hans sem uppvöxt ósýnilegrar æfi. Æfi einhver sem ekki er til og verður aldrei til. Núna er ósýnilegi aðilinn kominn á sitt síðasta ár í leikskóla. Það er merkilegt að "sjá" en hver verður að finna sína aðferð við að "telja".

Ég mun auðvitað aldrei hætta að sakna hans en ég er ekki mikið í að velta mér mikið uppúr neinu. Hann er farinn, hann kemur ekki aftur og þar er punkturinn yfir. Ég veit líka meira en ég hef sett inn hér og þá vitneskju geymi ég með sjálfri mér.

Sumir dagar eru þó hreinlega verri en aðrir, afmælis og dánardagurinn koma þar sterkastir inn. Fyrsta afmælið hans eftir andlátið þá var ég alveg að tapa mér og gat ekki einu sinni sofið. Það endaði á svefntöflum frá lækninum en það hef ég sem betur fer ekki þurft aftur.

Það er ekki hægt að upplifa þetta. Það er ekki hægt.

Ég hef samt kynnst nokkru alveg merkilegu í gegnum þennan missi. Ég hef kynnst öðrum foreldrum sem hafa misst sín börn. Á milli okkar er tær silfurþráður, hann er þráður skilnings og samhugs. Þetta skilur enginn nema reyna það og þess óska ég engum.

Knús á línuna .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er sterkur silfurtràdurinn à milli okkar kæra vinkona

Til hamingju med daginn hans Himma

Klem til tin frà ùtlandinu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 21:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2012 kl. 11:13

3 Smámynd: Kidda

Knús <3

Kidda, 17.11.2012 kl. 12:15

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega er hann það.  Minn er svolítið í huganum núna vegna uppryfjunarinnar, en svona er þetta bara.  Fallegt orð silfurþráður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2012 kl. 13:16

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 18.11.2012 kl. 23:28

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku Ragga mín.

Það verður hver og einn að fá að fara sína leið í sorginni. Leiðin þín að fylgjast með uppvexti ósýnilegrar ævi er ekki verri en hver önnur.

♥ Til hamingju með Himmadag ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2012 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband