Í staðinn fyrir
23.6.2012 | 21:08
að pirra mig á orðum stuðningsmanna hinna ýmsu forsetaefna þá hef ég ákveðið að brosa með öllu andlitinu.
Ég skrapp aðeins suður með sjó í dag og sá gríðarlegan mannfjölda í sæta bæjarfélaginu Garði. Ég brosi alltaf að bæjarhátíðarslagorðinu þeirra, ferskir vindar í Garði. Þar er oftast rok eða allavega hraðferð á logninu. En þetta er klárlega krúttlegasti bærinn :)
Ég hef það bara nokkuð gott og reyni að ýta öllum erfiðleikum og basli til hliðar.
Knús á línuna - meira seinna :)
Athugasemdir
Knús á þig elsku vinkona á móti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 21:59
Knús á þig elskan, hafðu það sem best.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.6.2012 kl. 20:56
Já þetta er flott nafn hjá Garðmönnum.
Valdís Skúladóttir, 25.6.2012 kl. 11:02
knús til þín
Guðrún unnur þórsdóttir, 26.6.2012 kl. 22:40
Það er líka oft hraðferð á logninu hérna á Seltjarnarnesinu :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.6.2012 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.