lífslærdómur

Svo lengi lærir sem lifir stendur einhversstaðar. 

Það er líka nokkuð ljóst að daginn sem við fæðumst þá byrjum við að telja niður dagana til loka lífsins á jörðinni.

Hingað til hafa skrokkskjóðurnar mínar aðallega verið til þess að pirra mig. Nú er aðeins annað uppi á teningunum. Nú þarf ég að læra að fara betur með mig og læra að nú get ég ekki nema suma hluti. Þetta hefur reynst mér afar erfitt og ég er enn ekki komin á þann stað að sætta mig við orðinn hlut.

Oft hef ég séð fólk, þá oftar aðeins í eldri kantinum, tala um heilsuna og hún er óbætanleg og svona. Ég hef lesið þetta og eiginlega ekki spáð meira í það.

 

Sumar ákvarðanir sem ég hef tekið fyrir löngu hafa orðið þess valdandi að líklega verður stórafmælið mitt á þessu ári -síðasta stórafmælið.  Þó ætla ég ekkert að velta mér uppúr því, handan sólarlagsins bíður hann Himmi minn eftir mér. Það getur bara verið gleðiefni :)

Svo getur kannski verið að eitthvað snjallt komi fram á sjónarsviðið sem býður upp á lækningu við þessum lungnakvilla, hver veit ?   

Í dag og í gær hef ég hugleitt hvort ég yrði betur stödd í hreinna lofti. Ég er nánast eins og svifryksmælir - finn um leið ef hlutirnir verða eitthvað gruggugir úti og þá verð ég lasin - en ekki tekur maður húsið sitt bara og fer ?

 

Hænunum mínum fækkaði um eina um daginn.

hænur og refur októberlok 2010 003

 Það var samt ekki þessi á myndinni :)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Farin að hugsa um að gera eitthvað :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Leitt að lesa þetta mín kæra, vonandi finnst sem fyrst lækning við þessu sem er að hrjá þig.

Getur það verið að gæludýrin þín valdi einhverjum krankleika í lungunum? Vona samt ekki, hugsa að þú ættir erfitt að vera án þeirra.

Knús og klús

Kidda, 9.6.2012 kl. 19:06

2 Smámynd: Ragnheiður

Nei sem betur fer eru þetta ekki þau, vinirnir mínir litlu. Astmi er sökudólgurinn þarna. Hef líka grun um að sú staðreynd að ég er fædd löngu fyrir tímann með óþroskuð lungu auðvitað og tæknin þá ekki eins fín og í dag, hafi helling með þetta að gera.

Ragnheiður , 9.6.2012 kl. 19:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ljúfust mín sendi þér fallegar hugsanir og vona að þú fáir eitthvað við þessum krankleika.  Nútíma tækni er alltaf að þróast dag frá degi.  Knús hetjan okkar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2012 kl. 20:55

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Öss öss - ég kem til með að mæta í sjötugsafmælið þitt. Sama hvað þú segir ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2012 kl. 22:02

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég tek undir með síðasta ræðumanni, bölvanlegt að vera svona slæm í lungunum, það er erfiður kvilli, ég ætla samt að mæta í sjötugsafmælið þitt og tjútta

Margrét Birna Auðunsdóttir, 12.6.2012 kl. 22:49

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín, leitt að heyra, en ég segi eins og Hrönn, mæti í sjötugsafmælið með blöðrur og lúðrasveit :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 13.6.2012 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband