Kostir og ókostir

Nú um stundir fara fram framboð í embætti. Í þeim slag nýtur netið mikilla vinsælda, eðlilega. Einfalt og þægilegt :) En það eru svo ansi margir sem ekki kunna sér hóf, kunna ekki samskipti við aðra og átta sig ekki á að maður segir ekki/skrifar ekki hvað sem er um annað fólk. Til að eiga vitrænar umræður þá er best að finna sér þroskað og skynsamt fólk til að ræða við. Nú eða bara sleppa þessu alveg :) það er hinsvegar erfitt..nema bara henda tölvunni og vera svo eins heimóttarlegur og hægt er, vitandi ekkert um neitt.

Svo er hitt. Manni hættir til að skoða lífið í gegnum gleraugu manns eigins lífsreynslu. Sum spor svíða endalaust og virðast ekki geta læknast. Við erum misjöfn að því leyti að sum okkar voru særð snemma og báru þessi snemma merki, aðrir voru lánsamir og særðust seinna. Sumir hafa bara alveg sloppið og ganga ósærðir og hnarrreistir um í lífinu okkar allra. Ég geng meira með veggjum og vil skoða og sjá -þreifa á umhverfinu áður en ég læt til mín taka, afskaplega varkár og fer ekki mikið ótroðnar slóðir. Svona líf finnst öðrum leiðinlegt og vilja helst fara ótroðnu slóðirnar sem ég fer ekki mikið út á.

Það er svo frekar sárt þegar fólk hreytir svo í mann einhverju þegar maður til dæmis vill deila sárri reynslu. Ég hef lent í því að ég hef fengið hreyting að ,,hætta nú bara að tala um þetta,, þegar ég var að reyna að deila erfiðri reynslu fyrir mörgum mörgum árum. Það sveið undan því þá og gerir enn. Skilningsleysi viðkomandi algert. Maður lítur öðruvísi á fólk eftir svona reynslu. Það er óhjákvæmilegt.

Sama má segja um komment fólks á netinu. Þau sýna manni oft berlega innri mann þess sem þau skrifar. Oft væri betra að sjá þann mann ekki.

Ég reyni oftast að passa mig á þegar ég les vef DV að skrolla ekki niður svo ég sjái ekki neinar athugasemdir.

Fólk spyr mig, hvernig hefurðu það ? ég svara í næstum öllum tilvikum að ég hafi það ágætt. Það er þó oftast fjarri lagi en ég nenni bara oft ekki að deila minni líðan með öðrum. Það eru svo fáir sem hægt er að treysta almennilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2012 kl. 18:08

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 25.4.2012 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband