ég á einn þarna

síðan 2007 og bloggaði hér um þá reynslu. Það blogg er hér til hliðar og heitir bók Hilmars.
Þrátt fyrir að hægt sé að gleðjast yfir að ekki sé talin vera fjölgun þá er bak við hvern og einn -heil stórfjölskylda sem kvelst af sorg. Þetta er svo hörmulegur dauðdagi, hann skilur eftir sig svo mörg erfið mál, spurningar og sár sem festist á sálinni.

Ég fékk alla tíð góð viðbrögð við blogginu mínu hér, svo góð að mér var oft heilmikið hjálpræði í athugasemdum bloggvinanna minna. Ég sá þá oft í huganum sem her, heilan her og hver og einn hélt á ljósi til að lýsa mér áfram þennan þrönga veg.

Ein viðbrögð vöktu þó undrun, þegar maður -háttsettur í grunnskóla - hreytti í mig einhverju þegar ég kvartaði yfir myndbandi sem mbl birti. Myndbandi sem tekið var af því atviki sem til þess varð að Himmi var staddur þarna fyrir austan. Ég reyndi að hrista þetta af mér en greinilega hefur það ekki tekist fyrst það kemur upp í hugann nú.

Himmi minn er í huganum hvern dag. Ég mun alltaf sakna hans. Hann var ótrúlegur strákur og mikill gleðigjafi, hann var lika uppspretta sorgar. Það munum við ræða saman þegar við hittumst í eilífðarlandinu góða. Þá fær ég Himmaknús.

(það er ekki lokað fyrir athugasemdir en þær birtast ekki fyrr en eftir að ég hef samþykkt þær.)


mbl.is Sjálfsvígum hefur ekki fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Ragnheiður mín; æfinlega !

Um leið; og ég þakka þér gömul kynni, hér á vef, vil ég einnig, þakka þér fyrir, þessa þörfu hugvekju.

Þú; sem fjölskylda þín öll, eru þær hetjur, sem ástæða er til að bera, hina fyllstu virðingu fyrir, eftirleiðis - sem hingað til, að fölskvalausu.

Megi ykkur öllum; vel farnazt, á ókominni tíð /

Með kærri kveðju; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 16:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já elsku stelpan mín.  Þeir sem ekki hafa lent í að missa börnin sín geta ekki skilið sorgina, örvæntinguna, reiðina og vonleysið sem fylgir í kjölfarið, og svo þennan ömurlega söknuð sem aldrei virðist ætla að fara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2012 kl. 17:40

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2012 kl. 02:33

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragnheiður mín það er satt að þau okkar sem hafa ekki misst börnin sín skilja ekki alveg allt það sem í hjarta ykkar býr, ykkar sem misst hafa, en allavega ég hef fundið til með þér og öðrum góðum vinkonum sem misst hafa sína syni, ég þekkti nú son Ásthildar vinkonu minnar og það var góður drengur sem gerði ekki flugu mein, bara sjálfum sér í þeim veikindum sem hann átti við að stríða.

Ekki þekkti ég Himma þinn/okkar ég segi okkar því við sem látum okkur varða eigum auðvitað hlut í sorginni sem kemur er við missum unga fólkið okkar, eins og ég hef sagt þér áður þá birtist hann mér sem yndislegur drengur og þannig hugsa ég ætíð til hans og honum líður vel í dag.

Kærleik til þín elskuleg

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2012 kl. 06:56

5 identicon

Tù hefur stutt mig mikid,enda ertu sannkalladur demantur  Fadmlag og takklæti fyrir tig og titt fallega hjarta Tad verdur gaman ad hitta stràkana okkar aftur   èg gæfi mikid fyrir eitt fadmlag enn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 07:58

6 Smámynd: Kidda

Knús og klús <3

Kidda, 3.4.2012 kl. 11:03

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þessi maður hlýtur að vera heimskur, á það mannlega, þó hann hafi próf og góða stöðu. Eins og þú segir, eitt sjálfsvíg er of mikið, bak við hvern og einn, oftast eru fjöslyldur. Knús elsku vinkona.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.4.2012 kl. 19:27

8 Smámynd: Ragnheiður

Þakka þér Óskar Helgi fyrir hlýleg orð.

Þakka ykkur hinum líka fyrir gefandi innlegg í þessa umræðu.

Jórunn mín, það er ekki nóg að vera vitur á bókina - hafi maður engan mannlegan skilning né hlýju í garð náungans

Ragnheiður , 7.4.2012 kl. 05:09

9 Smámynd: Valdís Skúladóttir

                

Valdís Skúladóttir, 8.4.2012 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband