Var ansi brugðið

í dag þegar ég skreið loksins á fætur og las yfir fréttamiðlana á netinu. Þessi árás hjá þeim á Lagastoð sló mig alveg útaf laginu. Umræðan í þjóðfélaginu og hatrið er líka löngu orðið svo mikið. Er þetta þannig þjóðfélag sem við viljum tilheyra ? Þjóðfélag þar sem fólk sem mætir í sína vinnu að morgni eigi alls ekki víst að komast heim að kvöldi ? Er þetta það sem fólk vill ?

Ég er alveg viss um að meirihlutinn vill þetta ekki.

Svo er hitt. Fyrir hverju er barist ? dauðum hlutum ? Er það lögmönnum að kenna að fólk fær innheimtubréf frá þeim ? Ég hef alveg staðið í þeim sporum. En ég fann sökudólginn - það var ég. Ég ýmisst borgaði ekki reikninginn vegna gleymsku eða peningaleysis. Það var ekki þeim að kenna samt.

Ég hef misst íbúð á uppboð og verið í tómu tjóni fjárhagslega. Þegar upp er staðið þá skiptir það ekki máli. Það má alltaf útvega sér annað húsnæði eða aðra bíla ef þeir fara.

Reynum að skríða upp úr þessum skotgröfum, hjálpumst að við að leysa málin en án haturs og ömurlegrar umræðu. Högum okkur eins og fólk en ekki eins og skynlausar skepnum.

Manninum sem varð fyrir árásinni óska ég góðs bata og velfarnaðar og öllum þeim sem að Lagastoð koma - starfsfólki og fjölskyldum þeirra. Sömu ósk ber ég í brjósti fyrir þá sem að árásarmanninum standa. Þeirra spor eru líka þung.

(það er ekki lokað fyrir athugasemdir en ég þarf að samþykkja þær áður en þær birtast)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér var líka brugðið og það kom upp sorg í sálartetrinu mínu.
Ég er líka í þessum pakka, en tek undir það að hjálpast að við að leysa málin
Það er engin bót í ofbeldinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2012 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband