það er ekki nokkur glóra í þessu

Eftir um það bil 6 mánuði verða liðin fimm ár síðan hann Himmi minn dó. Í dag er ég auðvitað mun skárri en fyrst á eftir, þá fannst mér ég vera stödd í helvíti. Ég er á jörðinni en enn er hver dagur barátta , barátta um að vilja vera með í þessu lífi. Oft hef ég hugleitt að fara bara á eftir honum, losna við þessa skelfilegu kvöl sem hefur heltekið mig. Það gengur samt ekkert upp - ég hef um fleiri að hugsa en mig í þessu sambandi. Það er samt að renna upp fyrir mér ljós, líklega verður þessi kvöl minn fylgifiskur æfina út 

 

Þá verð ég bara að tækla það einhvernveginn án þess að gera útaf við mína nánustu. Ég tala ekkert um þetta, hef bara kvölina fyrir mig. Steinar sér hana speglast í augunum - stundum. Ég reyni að hlífa honum líka. Hann á ekkert að eiga ónýta kellingu - hann á betra skilið þessi elska.

 

Það eru allir hressir líkamlega heima, dýrin spræk og ekkert verið um slys eða veikindi á þeim í vetur. Hvolpur stækkar eins og hann fái borgað fyrir það, í hlutabréfum auðvitað.

 

Þar til næst... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Knús og klús mín kæra (Hjarta)

Kidda, 24.2.2012 kl. 13:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan mín, þetta er svakalegt.  Mundu að Himmi hefur það gott núna og hans var þarfnast annarsstaðar eins og Júlla míns.  Sársaukinn býr auðvitað í hjartanu og verður stundum yfirþyrmandi, sérstaklega ef eitthvað kemur upp sem minnir á drengina okkar.  Tók eftir því þegar ég var beðin um að senda myndir af honum fyrir lagið á you tube.  Þá verð ég verklaus í nokkra daga.  En svo birtir up og lífsþorstinn kviknar og það er svo margt annað að lifa fyrir.  VIð verðum að sækja áfram og hugsa um þá sem ennþá eru hér hjá okkur elskan mín, eins og þú vitir það ekki.  En ég sendi þér knús. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2012 kl. 17:18

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.2.2012 kl. 03:02

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sendi ykkur báðum knús - þér og Cesil ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 26.2.2012 kl. 18:24

5 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Stórt knús í þitt hús.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 27.2.2012 kl. 16:00

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til þín Ragga mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 27.2.2012 kl. 23:59

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín Ragga mín, loksins er ég get commentað

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2012 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband