Að rugla saman hlutum.
12.1.2012 | 06:41
Umræðan um gölluðu brjóstapúðana tröllríður öllu núna. Ég hef verið að hugsa um þetta og mér finnst fólk rugla tvennu saman.
Mér finnst skilyrðislaust að það eigi að fjarlægja nú þegar gölluðu púðana úr konunum og setja nýja. Þær verða fyrir gallaðri læknisaðgerð og eiga ekki að vera útsettar fyrir krabbameini eða annarri óáran. Sé læknirinn ekki með tryggingu sem borgar fyrir þetta þá verður ríkið að koma að málum.
Fólk, að mínu mati, ruglar saman við þessa umræðu - umræðunni um hvort slíkir púðar eða yfirleitt fegrunaraðgerðir eigi rétt á sér. Það er hinsvegar allt annað mál.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Hitt sem ég hef verið að velta fyrir mér er þetta.
Nú hafa fallið nokkrir dómar vegna ummæla fólks á bloggi og í kommentakerfi DV. Ákveðnir aðilar hafa fengið bætur og lögmenn sína þóknun. Samt virðist fólk ekki læra - þá er ég að tala um kommentakerfið hjá DV. Þetta er eins og að horfa í opið holræsi, maður veit ekki hvort kemur stór eða lítill skítur næst. Mér finnst að DV eigi að hafa kerfið lokað.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Þjóðfélagið virðist vera gegnsýrt af reiði, hatri og illdeilum. Ég hefði aldrei trúað því sem fólk segir og gerir. Í staðinn fyrir að eiga sér einskis ills von er maður ósjálfrátt farinn að eiga sér alls ills von. Það er frekar sérstakt ástand og ég get ekki sagt að ég fagni því. Orð eru nefnilega eins og hnífar, það ganga á hol. Svo getur fólk heldur ekkert átt það víst að þeim sé fyrirgefið - fólk einfaldlega getur ekkert gert þá kröfu á aðra. Sumt verður manni bara of sárt til að fyrirgefa þó maður segi já og amen og að maður fyrirgefi viðkomandi. Sárið situr í sálinni.
Athugasemdir
Já - fólk lætur ótrúlegustu hluti flakka í ummælum við fréttir. Það hvarflar stundum að mér að senda fólk í kommentakúrs fyrir byrjendur.
Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2012 kl. 12:03
Mikið hefurðu rétt fyrir þér Ragnheiður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 13:49
Ég er svo sammála þér. Burtséð frá brjóstapúðum (sem hafa verið litnir ótrúlega jákvæðum augum undanfarin ár, það er önnur hver stelpa komin með púða), en það sem stakk mig mest nú nýlega var frétt á dv um mömmu hennar Ellu Dísar sem býr á íbúðahóteli í Englandi, það sem fólk er tilbúið að tjá sig um hennar hagi er alveg með ólíkindum og alveg ótrúlegt að dv skuli leyfa þessi komment
Margrét Birna Auðunsdóttir, 13.1.2012 kl. 20:48
Satt hjá þér Ragnheiður ...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.1.2012 kl. 03:20
Tek algjörlega undir þetta með þér Ragnheiður mín, er reyndar afar lítið að lesa annarra blogg nema hjá ykkur bloggvinum mínum.
Held að fólk sé svo reitt og það heldur að því líði betur með því að ausa úr sér á prenti, en reiðina verður að takast á við á annan hátt.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2012 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.