Samveran og dagskrá vetrarins
10.9.2011 | 22:27
Samveran í Dómkirkjunni var notaleg eins og alltaf áður. Tónlistaratriði og reynsla Benna, reynsla Gunnars Kvaran sem sagði okkur frá hinni hliðinni. Örvæntingunni og hinu myrka þunglyndi. Það var áhugavert innlegg og svo hinir dásamlegu selló tónar. Hvílíkt hljóðfæri ..
Það er þráður skilnings milli fólks sem hefur átt ástvin sem tekur sitt eigið líf. Við skiljum sorgina, brotlendinguna og sársaukann, vanmáttarkenndina og örvæntinguna yfir að hafa ekki getað komið ástvininum til hjálpar.
Lengi glímdi ég við að vilja ekki taka þátt í þessu lífi meir sem svo hraklega fór með mig - ég gat bara ekki vaknað að morgni. Til hvers að vakna hugsaði ég, ég á engan Himma lengur. Fallega brosið að eilífu stirðnað og gráu augun orðin gleri líkust, blikið horfið og týnt. Hendurnar loksins kyrrar og hjartað stöðvað. Hvernig á móðir að geta sætt sig við þetta ? Hvernig ?
Í vetur verður meira starf en áður en ég ætla að skrifa hér inn dagskrána en set líka tengla þar sem fólk getur skoðað sig um sjálft .
Opin hús í Fella og Hólakirkju mánaðarlega eins og hér segir ;
15 sept
20 okt
24 nóv
22 des
Fyrirlestur um sjálfsvíg 6 október 20.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesari sr. Svavar Stefánsson.
Stuðningshópur vikulega á mánudögum í Fella og Hólakirkju. Umsjón sr. Svavar.
Þeir byrja 10 október.
Ég mæli með þessum stuðningshóp, ég fór síðasta vetur og sé ekki ögn eftir því. Eftir fundina þá höfum við nokkur hist áfram og það er algerlega frábær samvera.
Athugasemdir
Æ, - fór dagavillt, hélt þetta yrði á sunnudagskvöldið í Dómkirkjunni. Það getur enginn sett sig í spor þeirra sem missa vegna sjálfsvígs. - Mig langaði að mæta og vera með. Þetta hefur verið góð stund.
Jóhanna Magnúsdóttir, 10.9.2011 kl. 23:06
Það getur enginn sett sig í þau spor að missa barnið sitt eða nána ættingja fyrir eigin hendi nema að verða fyrir því. Það eina sem ég veit er það að angistin og kvölin er ólýsanleg.
Það er gott að fólk geti hitt aðra sem hafa lent í því sama.
Himmi er og verður alltaf einn af mínum strákum þó svo að ég hafi aldrei hitt hann
Knús og klús elsku vinkona
Kidda, 11.9.2011 kl. 08:57
ég var einmitt að hugsa til þín í morgun þegar ég hugsaði til sonar míns sem er 29 ára í dag, hann kemur í mat á eftir, Himmi þinn kemur aldrei aftur, það er sorg sem enginn skilur nema sá sem upplifir, þið eruð í hjarta mínu
Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2011 kl. 12:36
Jóhanna ég hefði átt að hnippa í þig en ég svipaðist um eftir þér .
Takk elsku Kidda
Takk Ásdís mín og til hamingju með soninn þinn
Ragnheiður , 12.9.2011 kl. 04:53
Guðrún unnur þórsdóttir, 12.9.2011 kl. 20:55
Um að gera að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera fyrir veturinn Ragnheiður mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2011 kl. 10:01
Fallega brosið að eilífu stirðnað og gráu augun orðin gleri líkust, blikið horfið og týnt. Hendurnar loksins kyrrar og hjartað stöðvað. Hvernig á móðir að geta sætt sig við þetta ? Svona einmitt er þetta.
Við getum það aldrei en lifum með þessu einn dag í senn.En sjáðu okkur bara og hana Ásthildi,hvar erum við ekki í dag,lifum þokkalega glaðar og góðu lífi
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.