Þeir hreinsa líka til
20.7.2011 | 13:05
eins og hér við Álftanesveginn þar sem fuglar verða fyrir bílum. Hér liggja kollur, blikar og gæsir í valnum. Það er afskaplega pirrandi að horfa upp á. En stuttu síðar koma þessir mávar og snæða þann dauða.
Um daginn lá dauður mávur á grasinu hér nálægt, uppi á næsta staur var annar og klóraði sér líklega í skallanum yfir hinum.
Lundavarp og kríuvarp hefur misfarist þetta árið.
Já og mávarnir lifa góðu lífi á matarleifunum sem fólk kastar frá sér í miðborginni um helgar.
Göngum sjálf betur um og sjáum til hvort mávum fækkar ekki í miðborginni.
Mávur réðist á kanínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sá hefur heldur betur verið agressívur. Já vargurinn lætur ekki að sér hæða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2011 kl. 19:27
Mávurinn er óþolandi en kannski góður til hreinsunarstarfa. Það mætti alveg fækka vel í mávahópnum.
Ef þeir ráðast á kanínur geta þeir þá ekki eins ráðist á ketti.
Kidda, 21.7.2011 kl. 10:05
mér er illa við mávinn, hann er svo stór og svo getur hann verið agressivur. ég er eiginlega hrædd við hann.
Hettumávarnir eru úti á Seilu og þeir hafa fylgt mér á vissu svæði - örugglega þar sem þeir eru með unga.
Sigrún Óskars, 21.7.2011 kl. 16:23
Eru fuglar yfirleitt nokkuð annað en ofvaxnar og fiðraðar flugur?
Sigurður Hreiðar, 23.7.2011 kl. 11:14
Ég kann nú betur við krumma. Mávurinn hefur þann leiða sið að vekja mig í býtið....
Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2011 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.