Vegurinn fór bara í sundur aðfararnótt laugardags
10.7.2011 | 23:56
Það er skiljanlegt að menn séu uggandi en mér finnst þessi frétt og viðtal í kvöld við Ferðaþjónustu-Ernu mjög ósanngjörn.
Það var strax byrjað að draga að fyrir komandi brúargerð - en því var frestað í nokkrar klukkustundir meðan verið var að sjá hvað væri að gerast. Eðlilega. Ekki er hægt að stefna brúarvinnuflokkum í hættu þó að þetta sé um hábjargræðistímann.
Það hefur ekki einn virkur dagur liðið. Á forsíðu Mbl er ágæt frétt um leið sem fara má, með trukk yfir með bílana.
Ég skil ekki þetta með áhugaleysi stjórnvalda - ég heyrði viðtal við Ögmund þar sem hann sagði að allt kapp yrði lagt á að brúa Múlakvíslina.
Nú skulum við bara anda með nefinu og sjá hvort þetta gengur ekki bara fljótt og vel.
Finnst þetta með ólíkindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það eru ekki góð þessi viðbrögð ferðarþjónustunnar fyrir ferðamanninn...
Það hafa allir eða ættu að hafa skilning á hlutunum og ef ekki svona hlutum eins og náttúruharnförum þá er mikið að hjá fólki...
Það er ekki eins og hringurinn hafi alveg lokast, heldur þarf að fara aðrar leiðir í bili á betur útbúnum faratækjum fyrir þá sem vilja og að einhver leið taki aðeins lengri tíma er ekki það sem á að ráða för finnst mér...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.7.2011 kl. 00:08
Notkun flotbrúa var nokkuð algeng í síðari heimsstyrjöld. Væri ekki ráð að senda Össur til NATÓ og fá eina slíka að láni til að bjarga ferðaþjónustunni ?
Standi erindið í kokinu á Nató-mönnum væri ráð að snúa sér til vina okkar í vestri og bera erindið upp við frú Clinton, sem ætíð hefur verið okkur, Íslendingum, hliðholl.
Með kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 11.7.2011 kl. 06:13
Ég heyrði ágætis sparnaðarhugmynd í dag um að ríkið greiddi ferðaþjónustuaðilum þarna fyrir austan í grennd við Múlakvíst sem svaraði innkomu þeirra sl. 3ja ára eða svo - í samræmi við virðisaukann sem þau hafa skilað á þeim tíma.
Það held ég væri miklu ódýrara en láta vegavinnumenn vinna nótt og dag.
Mér fannst hugmyndin góð.
Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2011 kl. 23:09
Hrönn hehehe þetta er auðvitað kjarni málsins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2011 kl. 00:02
Hahaha Hrönn, það er góð hugmynd.
Takk allir fyrir ágæt innlegg :)
Ragnheiður , 12.7.2011 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.