hvað veldur ?
1.6.2011 | 01:27
Ég ætlaði að setja inn komment hjá einum bloggara og þá kom að það mætti ekki úr þessari tölvu....hmm..hugsaði ég og hnussaði bara ; viðkomandi missir bara af þessari snilld...! En svo ætlaði ég að skoða síðuna hennar Áslaugar og BANG...Forbidden on this server....hef ég verið að senda fólki einhvern óþverra eða hvað er í gangi eiginlega ? nú er ég með bara svona netpung í vinnunni en ég hef aldrei lent í þessu fyrr.
Mér finnst verra að lenda í svona.
Í dag mættum við bíl sem Himmi hafði átt. Það var skrautleg saga í kringum þennan bíl - og Himmi lenti í heilmiklu veseni. Þar var hann reyndar saklaus skinnið. Þá varð ég mér á að hugsa um hversu margir voru vondir við hann og tárin láku bara. Hann var svo meinlaus skinnið - angans kallinn minn.
Sakna hans alla daga.
Athugasemdir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.6.2011 kl. 01:32
Eins gott að þú gast svo kommenta annars hefði það ekki litið vel út ....mun aldrei loka á þig þar sem ég fæ alltaf svo yndisleg komment frá þér, takk takk!!
Knús á þig.
Slaugan
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 1.6.2011 kl. 08:14
Söknuðurinn fer ekkert og sorgin er flutt inn.Svo lærum við að lifa einn dag í senn með þeim félögum sorg og söknuði.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 08:38
Knús og klús
Kidda, 1.6.2011 kl. 10:02
Anna Einarsdóttir, 1.6.2011 kl. 10:21
Tek undir með Birnu Dís. En þetta er skrýtið með að geta ekki kommenterað, mér hefur verið hent út reyndar nokkrum sinnum, fyrst henti Jón Valur mér út af því honum líkaði ekki við mína afstöðu til hlutanna, svo tók hann hreinlega út komment um daginn af því að það var eitthvað sem hann vildi ekki heyra Svo lokaði Eiður Guðnason á komment frá mér, lokaði á tölvuna mína af því að ég var komin með hann upp að vegg. Svona fólk verður bara að hafa sína veikleika, en ef til vill ætti það ekki að vera að skrifa svona opinberlega ef það þolir engar mótbárur, menn verða svo kjánalegir þegar þeir þola ekki aðrar skoðanir en sínar.
Knús á þig elsku Ragnheiður mín, en hve ég skil þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2011 kl. 11:26
Áslaug mín, þú ert yndisleg og ég reyni alltaf að segja fólki það :) takk fyrir að leyfa mér að taka þátt í þínu lífi. Það hefur greinilega verið eitthvað bilað.
Takk fyrir yndisleg komment, þetta er enn bara einn dagur í senn
Ragnheiður , 1.6.2011 kl. 19:15
Dag í senn - eitt andartak í einu
Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2011 kl. 21:09
Knús til þín frænka, komdu bara í sveitina til að ná í meiri orku
Guðný Ólafía Guðjónsdóttir, 12.6.2011 kl. 23:49
Já það væri best í heimi og geimi Guðný mín.
Ragnheiður , 13.6.2011 kl. 06:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.