Í leit að gleðinni
5.2.2011 | 17:44
Ég horfði á myndina mótmælandi Íslands í gær. Hún var sýnd um miðjan dag á Rúv og ég hafði séð það auglýst. Eins og sést er ég enn að hugleiða þennan mann, Helga Hóseasson. Sérstakur karakter.
Í gærkvöldi var vesen að komast inn og út úr götunni minni. Ég þurfti ekkert að fara, sem betur fer :)
Þetta var gleðiefni númer eitt.
Í dag þegar ég fór í hænsnakofann þá voru fimm egg. Unghænurnar mínar eru að byrja varp en hinar þrjár hafa verpt nokkurn tíma.
Þetta var gleðiefni númer tvö.
Ég greip mús í standljósi sem ég hef á ganginum. Ég náði næstum að komast með hana út í ljósinu en munaði metra haha. Ég bilaðist ekki úr hræðslu. Mýsla skaust inn í herbergi og .......
Þetta var gleðiefni númer þrjú
.....kattaherdeildin er að veiða hana þar. Kettirnir mínir eru flottir.
Þetta var gleðiefni númer fjögur.
Annað kvöld fer ég í vinnu og kemst vonandi fljótt inn í rútínu.
Þetta var gleðiefni númer fimm.
Garðurinn minn var svo fallegur í dag
þetta var gleðiefni númer sex.
-afhverju öll þessi gleðiefni ?
Í dag hefði ungur maður átt afmæli eða sko hann á afmælið. Hann hefði orðið 29 ára. Ég sé hann fyrir mér, með Himmanum mínum, svipaðir gaurar. Ég er að reyna að bægja frá sorginni og reiðinni yfir tækifærunum sem þeim hlotnuðust ekki í lífinu.
Haukur, þú gengur ekki einn. Fólkið þitt er með þér. Ég líka .
Guð geymi ykkur strákar mínir.
Athugasemdir
Falleg ertu stelpan mín
Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2011 kl. 20:37
Guðrún unnur þórsdóttir, 5.2.2011 kl. 21:37
Þessir strákar fóru allt of snemma báðir tveir eins og svo mikið af ungu fólki.
Komst að því um daginn að Beggan mín þekkti Hauk, heimurinn er svo lítill.
Knús og klús
Kidda, 5.2.2011 kl. 22:04
þeir hafa það gott á himnum saman strákarnir okkar.Glaðir og hressir.Reiðin kemur og fer,sorgin er sest að,en gleðiefnið er að það er hægt að lifa nokkuð skemmtilegu og góðu lífi með þessum félaga sem sestur er að í hjarta okkar og er ekkert á förum.Ég hef eignast góðan vin í þér kæra Ragga með fallega hjartað og er þakklát fyrir það
Þetta er einmitt lagið sem hann bað um að yrði spilað í kirkjunni er hann yrði borin síðustu metrana.Auðvitað var það gert.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 23:29
Heil og sæl; Ragnheiður mín - og aðrir gestir þínir !
Tímakorn; síðan ég páraði hér, á síðu þinni (cirka; 2007/2008), misminni mig ekki.
Þú ert; ein af þessum aðdáunarverðu manneskjum, sem gefið er svo mikið, að geta staðist þær raunir, sem á þig hafa verið lagðar, árin; um kring.
Fólki; sem þér, er ekkert fisjað saman.
Með kærum kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 01:02
Þetta lag var sungið af Bödda í jarðaförinni hans pabba í fyrra...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2011 kl. 01:53
Böddi í Dalton það er að segja :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2011 kl. 01:55
Þakka þér fyrir Óskar Helgi, ég hafði reyndar ekki val en þykir hjartanlega vænt um orð þín nú.
Já Jóna mín, þetta lag minnir mig á Hauk. Mér finnst ég líka eiga hann.
Ragnheiður , 6.2.2011 kl. 03:01
Elsku Birna mín
þetta er lagið hans, mér finnst það bara vera þannig.
Ég segi það sama með þig, ómetanleg vinkona - mínu hjarta svo nærri alla tíð.
Þakka ykkur öllum hlý og notaleg orð. Þau hjálpa alltaf
Ragnheiður , 6.2.2011 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.