Spennufall
18.12.2010 | 23:32
en ég þarf þó að reyna að grafast fyrir um hvað ég á eftir að gera fyrir jólin.
Þrífa er áreiðanlega eitt.
Svo vantar eitthvað meira matarkyns..ekki mikið en eitthvað. Veit ekki einu sinni hvað ég hef í matinn núna, breyti til vegna eins sem hjá mér verður og þolir illa reykt og saltað.
En jæja, ég ætla allaveganna ekki að baka fyrir jólin. Himmi minn, kökukallinn minn, hann vildi kökur og svona fyrir jólin en núna er ekkert varið í það enda býr hér ekkert barn lengur til að hafa gaman með.
Æj...það varð svo mikið spennufall í dag þegar ég sótti strákinn, ég er bara alveg vindlaus...
En síðar - fólk, góða nótt
Athugasemdir
Gott að hann náði heim fyrir jól
Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2010 kl. 08:35
Það er svo yndislegt að hann kom heim tímanlega fyrir jólin.
Knús og klús
Kidda, 19.12.2010 kl. 08:43
Elsku Ragnheiður mín ég skil þig vel. Í þetta skipti var það samt gleðilegt að sækja drenginn og fá hann heim fyrir jólin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2010 kl. 12:25
Gott að heyra að hann er kominn heim, vertu bara löt og njóttu samvistanna við fólkið þitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2010 kl. 15:20
góð jólagjöf að sækja strákinn sinn trúi ég.Það er það sama hér verðandi smákökurnar,Haukurinn minn átti sínar uppáhalds og ég bakaði um 1000 fyrir hver jól ,hann stundi og rumdi af vellíðan og sælu er hann byrjaði að borða þær.Það er ljúft að rifja það upp.Ég bakaði smá og þær eru búnar þrátt fyrir að við erum bara 2 fullorðin í heimili nýjar sortir því kökubækurnar eru á Íslandi.Það verður ekkert eins aftur .Klem og knús fallega Ragga
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 09:35
Guðrún unnur þórsdóttir, 20.12.2010 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.