Nægur tími til að hugsa þessa dagana
18.11.2010 | 12:53
enda er ég heima.
Ég hef verið að hugsa um geðheilbrigðisþjónustuna undanfarið. Ég á kæra vinkonu sem gekk endalaust á veggi með sinn aðstandenda. Ég hef svo heyrt í mun fleirum sem það gera.
Fólki í alvarlegum geðvanda hefur verið sagt að það sé enginn tími fyrr en eftir 2-3 vikur. Fólk hefur staðið sturlun næst fyrir utan geðdeild LSP.
Stundum hef ég hugsað að ég ætti að láta skutla mér þarna niðureftir, þegar angistin hefur ætlað mig lifandi að drepa en nei...þá man ég hvernig kerfið virkar og hvernig ég virka. Ég er ekki sleip við svona lækna heldur. Og ég hef þraukað angistarkastið hér heima.
Um daginn var samanburður milli sjálfsvíga og bílslysa. Ef það létust svona margir í bílslysum á ári þá yrði gert eitthvað róttækt.
Nú skulum við aðeins hugsa. Setjum hjartasjúklinga í stað geðsjúkra. Myndum við segja við aðila í hjartakasti að koma eftir 2-3 vikur ? nei hann myndi líklega deyja á meðan !
En áttið ykkur á því, margir þessara geðsjúku gera einmitt það. Þeir deyja á meðan.
Svo er verið að hiksta á að aðstoða þá sem er geðtruflaðir vegna neyslu fíkniefna. Það er svo líka eins og að neita hjartasjúklingi sem er of feitur vegna vitlauss mataræðis um hjálp.
Það þýðir ekkert að segja K R E P P A við mig. Þetta var ekki skömminni skárra í góðærinu. Og núna væri enn meiri þörf fyrir að hafa geðbatteríið í lagi. Það eiga margir við kvíða að etja núna vegna áhyggna af fjármálum og framtíð.
Athugasemdir
Ég er mest hissa á því að fá ekki nálgunarbann eins og ég hamaðist við að fá inni fyrir minn strák.Dæmi:Hann fékk krampa heima,lögga,sjúkrabíll,læknir og skelfingu lostin mamma (1 krampinn sem ég sá).Hann "rankaði"við sér og neitaði að fara á spítala,honum yrði hvort sem hent út strax.Lögga og læknir þrösuðu það í gegn að hann færi með mömmu og pabba á spítalann.Honum var vísað frá því klukkan var 17,05.Og BRÁÐAMÓTTAKA Geðdeildar LOKAR kl 17,00.
Og ég hef margar ljótar sögur því miður.Minn strákur þurfti ekki að deyja.Það er heilbrigðisyfirvöld sem bera ábyrgð á því.Hann fékk ekki hjálp.Hann fékk morfín sem LÆKNIR skrifaði uppá og það drap hann ásamt því að Geðsviðið stóð sig ekki.Það er stöðugt hægt að búa til nýjar stöður fyrir lækna þarna innan geðsviðs og svo er skorið niður hjá þeim sem ekki geta borið hönd yfir höfuð sér vegna veikinda.ARG
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 13:50
Sorrí missti mig ,þessi mál eru mér afar hugleikinklem og meira klem
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 13:52
Elsku Birna mín, þú mátt alveg segja það sem þú vilt hér inni hjá mér. Þinn strákur er einn þeirra sem urðu til þess að ég er að hugsa um þetta.
Knús og klem til baka
Ragnheiður , 18.11.2010 kl. 14:37
já þetta er erfitt og maður kemur að mörgum veggum þegar veikist andlega það þekki ég en sem betur fer þá átti ég góða að sem hjálpuðu mér á þeim tíma .knús og kram til þín ragga mín
Guðrún unnur þórsdóttir, 18.11.2010 kl. 15:20
þegar maður veikist andlega á að standa þarna
Guðrún unnur þórsdóttir, 18.11.2010 kl. 15:21
Þegar ég hrundi niður síðasta vetur þá fór ég á bráðadeildina og bað um hjálp. Fékk tíma daginn eftir og var þá sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir mig þar. En einn starfsmaðurinn benti mér á að tala við heimilslækninn og biðja hann um að senda bréf. Ég tala við hana á mánudegi og fékk tíma á miðvikudeginum og hef fengið góða þjónustu þar síðan.
En ég hef reynslu af því að koma með fíkla þangað og þá eru endalausir veggir sem maður rekst á. Og núna er að ég held alveg búið að loka á að fíklar í fráhvarfi geti td fengið niðurtröppunarlyf þar. Ég upplifi þetta þannig að það sé verið að mismuna fólki, við þekkjum það vel að fíklar mæta fordómum hér og þar.
Knús og klús
Kidda, 19.11.2010 kl. 09:56
Góður pistill Ragga mín og það er alveg rétt hjá þér að þetta er ekki neinni KREPPU að kenna, var sko ekkert betra áður þegar allt átti að vera svo rosa gott. Það er skömm að þessu öllu hvernig komið er fram við þá sem þjást á geði, hræðilegur sjúkdómur en það blæðir ekkert það er sjálfsagt vandamálið. Kærleikskveðja til þín frá einni sem situr heima á náttfötunum og er að reyna að manna sig upp í að fara út á meðal fólks.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2010 kl. 11:02
Ég er sammála ykkur að veggirnir eru háir, og hæstir ef fólk er í einhversskonar neyslu. Slíkum er útskúfað, þeir eiga ekki mannréttindi, ég verð svo reið er ég hugsa um þetta. Þekki það afar vel. Þeir misstu minn strák út af Geðdeildinni, einn var búin að segja mér að hann fengi ekki að fara neitt, og afi hans fékk ekki að heimsækja hann, næsta dag frétti ég af honum á götunni, hringdi inn á geðdeild, Jú hann fékk bæjarleyfi!!!! Hann skilar sér örugglega síðar í dag, var svarið. Auðvitað skilaði hann sér ekki, og lagðist út og í innbrot í margar vikur veikur og örmagna. Ja svei því hara.
Það er ekki eitt að í þessu landi það er ALLT
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2010 kl. 11:31
Já þetta er svo mikil grimmd. Við erum svo ótrúlega frumstætt þjóðfélag þrátt fyrir þúsund ára kristni, við erum ennþá að henda frá okkur fólki eins og var gert á landnámsöld þegar gamalt fólk var beinlínis tekið af lífi og eflaust fleiri sem lentu á skjön við kerfið. Ég hef einmitt oft hugsað um þessa líkingu við banaslys í umferðinni, það eru iðulega þrefalt fleiri sem falla fyrir eigin hendi og það er meðhöndlað eins og eitthvert náttúrulögmál, eða það finnst manni stundum
Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.11.2010 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.