19 ágúst 2007

var versti dagurinn í lífi okkar fjölskyldunnar.

Við fengum prest í heimsókn með þær fréttir að elsti sonur minn hefði fallið fyrir eigin hendi austur á Litla Hrauni. Áfallið var gríðarlegt og við vorum svo hissa. Hilmar Már hafði ekki þjáðst af þunglyndi, þvert á móti kátur strákur og mikill prakkarasnúður. Manna fyrstur með brandarana, hjartahlýr og góður náungi. Hans líf var þó þyrnum stráð en út í það fer ég ekki hér. Bendi "áhugasömum" á Bók Hilmars sem er hér blogg til hliðar við þessa aðalsíðu.

Hvernig við komumst í gegnum þessa daga skil ég stundum ekki en einn þáttur í því að við stöndum öll hér í dag og erum í þolanlegu lagi, er meðal annars sú staðreynd að við fjölskyldurnar bárum gæfu til að standa saman í erfiðleikunum sem við okkur blöstu. Faðir og stjúpfaðir, móðir og stjúpmóðir, systkini allskonar tengd saman og öll stóðum við saman sem einn maður.

Á morgun gerum við þetta líka. Við hittumst og stöndum saman.

Það er eina leiðin.

Hilmar Már er horfinn okkur og dagurinn verður erfiður. Í kvöld hafa augun sífellt fyllst af tárum og ég finn að það er ekkert andlegt þrek til staðar eins og sakir standa. Ég veit líka að það mun lagast aftur og það tekur sífellt styttri tíma við hverja niðursveiflu. Sem betur fer.

Það var alveg svakalega undarlegt að horfa á þjóðfélagið virka áfram þegar heimurinn minn hafði hrunið, hvað var eiginlega að fólki ? Ég bara skildi það ekki. Fólk labbaði bara um í Ármúlanum eins og ekkert væri að ! Vá hvað það var skrýtið.

Ég veit að ég hef komist langar leiðir frá þessu erfiðustu dögum. Ég reyndi fyrir nokkru að lesa gamla bloggið sem ég skrifaði þegar Himmi dó. Ég gat það ekki. Ég verð að bíða aðeins lengur.

Ég hef heldur ekki kíkt á ljósasíðuna hans heldur. Held að það sé ekkert ljós á henni en það gerir ekkert til. Ljósið mitt, hann Himmi minn, er á besta stað. Ég sé hann alltaf og ljósið hans.

Hjartans þakkir til ykkar sem alltaf hafið stutt okkur Himmafólkið í gegnum alla sorgina og erfiðleikana. Án ykkar hefði byrðin orðið enn þyngri. Það er ég viss um.

Guð geymi alla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga María

Sendi fallegar hugsanir inn í hjarta þitt...

Inga María, 18.8.2010 kl. 23:08

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.8.2010 kl. 23:59

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 19.8.2010 kl. 00:49

4 identicon

Elsku Ragga og fjölskylda! GUÐ styrki ykkur og blessi.

             Kærleikskveðja

                          Jóhanna Cronin

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 02:08

5 identicon

Ég undraðist líka að fólk skyldi vera á gera sína daglegu hluti þegar minn vondi dagur var.Vissi fólk ekki að strákurinn minn var dáinn?Það var eins og líf annarra væri bíómynd.

Guð gefi þér og þinum styrk í dag sem og alla daga.Og blessi ykkur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 06:01

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.8.2010 kl. 06:35

7 Smámynd: Kidda

Elsku Ragga, guð gefi ykkur öllum styrk í dag

Knús og klús

Kidda, 19.8.2010 kl. 08:16

8 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 19.8.2010 kl. 10:25

9 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Knús og kossar.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 19.8.2010 kl. 14:17

10 identicon

Elsku Ragga mín ég vona að tárin þín þorni og brosið þitt gægjist fram.Minningarnar um yndislegan son áttu til að orna þér við.Þú átt sem betur fer góða fjöldskyldu það er yndæltt þegar svo er.Elsku sendi mínar bestu kveðjur og kveikji á kerti.Guð veri með ykkur í dag.Kærkveðja.Helga

Helga (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:23

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Man svo vel hjá mér hvað mér fannst skrítið að allir héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist, keyptu í matinn, hlógu og lifðu.  Elsku vinkona þú ert hetjan mín. Góður Guð gæti ykkar allra

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2010 kl. 16:39

12 Smámynd: Marta smarta

Ragga mín.  Tárin okkar eru perlur til drengjanna okkar. Við hittum þá aftur þegar okkar tími kemur.

Marta smarta, 20.8.2010 kl. 00:09

13 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 21.8.2010 kl. 08:19

14 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband