Ekki bara erlendir fangar
14.8.2010 | 11:18
Það er og hefur verið þekkt í fangelsunum að "harðari" fangar níðast á þeim veigaminni og nær áreitið út fyrir fangelsisveggina þannig að skelfingu þeirra sem níðst er á lýkur ekki við lok afplánunar.
Það er ekki rétt að stilla þessu svona upp að þetta séu erlendir fangar ..
Það þarf að breyta lögum eða gera eitthvað (ég er að vísu hrædd um að einhver alþjóðalög gildi) þannig að ferlið að senda erlenda fanga heim sé styttra. Þeir vilja ekki fara enda fangelsin hér miklu betri en í heimalandi þeirra.
Svo eru endurkomubönnin, enn einn brandarinn. Þeir virðast labba hér inn þrátt fyrir endurkomubann. Hvernig er til dæmis með gaurinn sem var aðili í líkfundarmálinu ? labbaði hann ekki inn í landið þrisvar ?
En ekki setja þetta svona upp á meðan í fangelsunum eru íslenskir menn sem níðast á öðrum íslenskum föngum, það hefur kostað líf !!
Meiri harka í fangelsunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hugsaði þetta sama þegar ég las þetta. Þetta er ekkert nýtt og með ólíkindum að þetta geti skeð án þess að fangaverðir verði varir við það. Samt dettur mér stundum í hug að verðirnir viti að það sé eitthvað í gangi en þori ekki að gera neitt í málunum. Íslensku "gengin" hafa komist með ýmislegt sem þeir ættu ekki að komast upp með.
Er með þér í huganum á hverjum degi og bíð eftir Deginum hræðilega.
Knús og klús mín kæra
Kidda, 14.8.2010 kl. 12:07
"Að mati Jóns Sigurðssonar, deildarstjóra á Litla-Hrauni og starfandi fangelsisstjóra, er aukin harka fyrst og fremst tilkomin vegna fjölgunar forhertra erlendra glæpamanna innan veggja íslensku fangelsanna."
hvaðan viltu frá réttar fréttir frá um ástand innan veggja fangelsins, til þess að áætla að þetta sé rétt, ef ekki frá yfirmanni á staðnum sjálfum?
Egill, 14.8.2010 kl. 13:10
kvitt og knús elsku Ragga mín
Guðrún unnur þórsdóttir, 14.8.2010 kl. 14:20
Ég hugsaði einmitt til þín þegar ég heyrði þessa frétt, faðmla
Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2010 kl. 14:38
Knús til þín og þinna....
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 14:38
Hef heyrt svo margar ljótar sögur af litla-Hrauni að mér verður óglatt við að rifja þær upp
Yfirvöld eiga að skammast sín og laga þessi mál ekki seinna en strax.
Faðmlag til þín mín kæra
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 17:56
Æjá það þarf ekki erlenda fanga til.......
Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2010 kl. 07:31
Af því sem ég hef heyrt, þá er meirihluti erlendra fanga á Hrauninu til friðs. Þannig að þetta er mikill minnihluti fanga sem um er að ræða. Svo eru íslenzku fangarnir alls engir englar hvað varðar ofbeldi og einelti á Hrauninu, nema síður sé.
Vendetta, 21.8.2010 kl. 14:20
Varðandi einelti á Hrauninu: Ég hef líka heyrt um einelti íslenzks fanga gegn erlendum fanga, sem gerði það að verkum að sá erlendi brotnaði niður andlega og kveið því á hverjum degi að fara út úr húsi. Það er líka vitað mál, að þótt fangaverðir á Hrauninu taka á flestu líkamlegu ofbeldi, þá taka þeir mjög sjaldan þannig á eineltismálum, að gerandinn haldi ekki ótrauður áfram. Og ekki er tekið á eineltismálum, nema þau þyki mjög gróf, hindri þolandann í að sinna vinnu sinni eða gerandi og þolandi séu vistaðir á sama gangi.
Fangaverðirnir gera sér ekki grein fyrir, hvað einelti í fangelsum geti haft skaðlegar afleiðingar á andlega heilsu þolanda. Því að þolendurnir geta ekki flúið undan eineltinu.
Vendetta, 21.8.2010 kl. 14:31
Nei það er ekki hægt að flýja nema þá í líkpoka bara ! Og þannig dæmi þekki ég persónulega.
Ég þarf svosem engan til að segja mér um hluti þarna, ég veit það sem ég veit.
Takk Vendetta fyrir þitt innlegg og þið hin líka
Ragnheiður , 21.8.2010 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.