"þessi færsla hefur aldrei verið vistuð"

enda ekki nema von, ég hef enn ekki skrifað hana múhahaha....(aulabrandari en hann var ókeypis, þið heppin !)

ég hef verið ágæt undanfarið, mun betri en á sama tíma í fyrra. Öðruhvoru skammast ég mín fyrir það en það er áreiðanlega ekki rétt. Ég hef engum gleymt og sorgin er hér enn en hún hopar meir og meir, út í horn. Ég skottast um glöð í sinni og þess fullviss að ég hitti hann þegar minn tími er kominn. Fólki finnst þetta líklega ótrúlegt. En lífið heldur óneitanlega áfram og þannig er það bara. Tilfinningarnar eru samt skammt undir yfirborðinu, það þarf ekki mikið til að minna mann á. Ég á enn til að sitja starandi á einhvern mann, sem líkist Himma, í ofvæni. Auðvitað veit ég vel að Himmi minn er dáinn en blekkingin er ljúfsár í þessi augnablik.

Ég hef mikið unnið undanfarið og það verður framhald á því. Steinar vinnur líka, ekki minna og við erum aðeins að sjá laun erfiðisins. Við erum að ná tökum að skammar skuldahalanum. Við erum ekki með gengislán en okkar lán hafa hækkað líka, sem betur fer ekki eins mikið og hin.

Hér bættust við 4 ný dýr um daginn, við fengum hænur í kofann sem er hér á lóðinni. Girtum vandlega í kringum þær svo Rebbi, Tumi og Rómeó veiddu þær ekki. Refur litli er mikil veiðikló, hann hefur komið inn með fugla og mýs, kanínu og stelk. Hálfstálpaður hænuungi yrði ekki vandamálið fyrir hann. Mér finnst hænurnar skemmtilegar :)

 

Ég ætlaði bara að láta ykkur vita af mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú lýsir batanum vel.Þetta er allt þarna en samt er allt orðið betra.Oft hugsa ég um minn strák og syrgi hann mikið.Er samt glöð og á gott líf.Það er einmitt tilhlökkunin um að hittast aftur sem slær á mesta sársaukan.Hafðu það gott ljúfust Kveðja og klem frá Bergen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 20:58

2 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 26.7.2010 kl. 21:13

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott þú ert góð. Það er alltaf betra.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2010 kl. 00:32

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Hænur eru skemmtilegar.  Kisur veiða ekki sínar eigin hænur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.7.2010 kl. 01:52

5 Smámynd: Kidda

Tíminn sefar sorgina er víst nokkuð rétt. En söknuðurinn hverfur aldrei alveg. Það er svo gott að hafa trúna á að við getum hitt ástvinina aftur þegar við förum.

En til hamingju með nýjustu gæludýrin þín, vona að það sé rétt sem Jóna segir að kettir veiði ekki sínar eigin hænur. 

Knús og klús

Kidda, 27.7.2010 kl. 09:02

6 Smámynd: Ragnheiður

haha ég tek nú ekki sjénsinn á því, þeir eru allir sleikjandi útum, líka Keli hundur

Ragnheiður , 27.7.2010 kl. 10:32

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gott að vita af þér. 

Ég er hér líka þótt lítið fari fyrir mér þessa dagana.  Vinna, vinna, vinna.  Sumarfrí í ágúst. 

Anna Einarsdóttir, 27.7.2010 kl. 22:01

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

knús á ykkur elsku Ragga

Sigrún Jónsdóttir, 29.7.2010 kl. 00:43

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ljúft að heyra frá þér yndið mitt og gott að dagarnir eru stundum nokkuð góðir. Knús frá mér til ykkar allra (dýranna líka)

Ásdís Sigurðardóttir, 29.7.2010 kl. 10:56

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnheiður gott að vita af þér.  Ég hugsa oft til ykkar minna ágætu kvenna með sömu upplifanir og ég, og það hjálpar mér mikið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2010 kl. 22:09

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 1.8.2010 kl. 10:39

12 identicon

Sæl Ragga mín.Mikið er gott að þér líður betur.Mamma mín dó í fyrradag eftir snarpa glímu en ég er viss um að ég hitti hana aftur ég var svo lánsöm að fá að vaka yfir henni þessa sólahringa sem þetta tók.Við erum með hund yndislega tík og Hemmi minn er að spá í hænur í garðinn hann er svo hrifinn af að hafa dýr í kringum sig .Guð geymi þig Ragga mín.Knús

Helga (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 12:43

13 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar Helga mín.

Segðu Hemma að fá sér hænur, þær eru skemmtilegar og ekkert dýrar á fóðrum. Þið getið skoðað hérna..www.haenur.is

Fyrirgefðu að ég svaraði þér ekki fyrr. Ég leit ekki inn á síðuna fyrr en nú.

Kær kveðja til allra sem litið hafa við.

Ragnheiður , 4.8.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband