það hangir saman
17.7.2010 | 16:21
andleg og líkamleg líðan. Nú er ég ekki upp á alla fiskana og þá er það segin saga. Leiði og sorg læðast að. Við fórum upp í garð áðan enda er afmælisdagurinn hennar mömmu í dag. Við fórum með blóm á leiðið hennar og ég keypti einn prakkaralegan engil og setti hjá Himma. Ég ætlaði svo að kíkja á vinnuna á eftir en ég fann að orkan lak úr mér, nánast áþreifanlega á leiðinni niður Ártúnsbrekkuna.
og ég hef eytt þessum degi í kúluspil á feisbúkk...
er að hugsa um Himmann minn, lífið hans stutta og hversu erfitt það er að bera þessa sorg áfram út lífið.
Ég gekk svolítinn hring í garðinum og leit við hjá ýmsum gengum vinum og vinnufélögum. Þegar ég kom heim þá áttaði ég mig á að mér hafði yfirsést herfilega. Haukurinn varð eftir...ég gleymdi að rölta til hans. Það er til skammar.
Athugasemdir
Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2010 kl. 18:12
Ég skil að einhverju leyti þína líðan. Ég hef lesið bloggið þitt. Mér finnst lífið ekki raunverulegt í dag, mér finnst skrýtið að sólin skíni og sumarið heldur áfram, rétt eins og ekkert hafi skeð.
En auðvitað deyjum við öll að lokum. Það er gangur lífsíns.
Ég var að missa bróðurdóttur mína, hana Ástríði, það er svo sárt. Hvað get ég sagt, að missa barn er það sárasta.
Kveðja, Inga.
ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 18:15
Guðrún unnur þórsdóttir, 17.7.2010 kl. 18:52
Inga ég samhryggist þér og þínum. Óraunveruleikinn, já ég man hann. Stóð í góðu veðri fyrir framan símabúðina Ármúla, fólk á þönum í allar áttir...ég stóð þar, alveg hissa. Hvernig gat fólk látið svona ? Skildi það ekki að lífið yrði aldrei eins ?
Mig langaði að öskra á þau öll.
Takk fyrir hjörtun elskurnar
Ragnheiður , 17.7.2010 kl. 23:20
Nákvæmlega þessa hugsun skil ég vel...... hvernig getur fólkið ætt áfram og þrasað um fánýta hluti eins og verð á sykri þegar veröldin er hrunin ? Er virkilega enginn sem áttar sig á hvað skiptir máli og hvað skiptir engu máli ? Þannig hugsar maður í langan tíma eftir stóráföll. En svo líður tíminn og með tímanum dettur maður sjálfur í þann fúla pytt að gera stórmál úr engu. Svona er nú mannveran undarleg.
Bestu kveðjur til ykkar frá okkur.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2010 kl. 09:52
Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2010 kl. 11:27
ég gekk líka um í garðinum í gær....fallegast staður þegar veðrið leikur við mann....og ég alveg óvart gekk ég fram á leiðið þitt....én ég bý þar beint fyrir aftan. Líðan, tilfinningar og raunveruleiki fara ekki alltaf saman og það er oft full vinna að hanga saman....en hvernig gefst maður upp?
kv. Inga María
Inga María, 18.7.2010 kl. 14:52
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 17:01
Ingan mín, maður gefst bara ekkert upp. Það er alltaf eitthvað sem þarf að gera og einhverju að sinna. Það er eiginlega eina meðalið.
Anna mín, það er svo undarlegt en svo róast hugurinn smá saman.
Ragnheiður , 18.7.2010 kl. 18:02
Elsku stelpan mín, ég hef ekki ennþá farið inn í kirkjugarð til að hlú að beðinu hans Júlla míns. Ég verð að fara að taka mig á og fara með blóm. Hann var svoddan blómakall. Knús á þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2010 kl. 07:40
Elsku Ragga mín, sendi þér knús og klús
Kidda, 19.7.2010 kl. 09:43
Ásthildur mín, ég skil það bara vel.
Klús Kidda mín
Ragnheiður , 21.7.2010 kl. 10:54
jam þessi endalausa þreyta sem fylgir sorginni.Það er svo lítið talað um hana.Þér er fyrirgefið Ragga mínNúna er þreytutíminn þinn á þessu ári að byrja.Minn er í maí/júní ár hvert.Oft hefur mig langað til að gefast upp ,en hangi samt enn hér.Hef það annars gott í dag .Knús og klem frá Bergen
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.