Góð vísa ..... og mænuskaðastofnun
16.6.2010 | 18:42
Unga konan sem ljær þessu máli andlit er kjarkmikil. Eitt það erfiðasta sem fólk gerir er að játa mistök sín en það gerir hún - og hlustið endilega á hana.
Bindindissamtökin standa fyrir þessu átaki nú en ýmis samtök hafa áður komið með svipuð og sambærileg átök.
Sú kona sem hefur haft mest áhrif á mig er Auður hjúkrunarfræðingur. Upp úr skelfilegu slysi á Hrafnhildi dóttur hennar reis þessi glæsilega og hugaða móðir - hún hefur síðan barist eins og ljón fyrir hagsmunum mænuskaðaðra.
Slík kona vekur aðdáun.
Ekki keyra full þarna fólk..þrátt fyrir HM og allt það ..
Ók drukkin og endaði í hjólastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2010 kl. 19:21
Auður og Hrafnhildur hafa unnið þrekvirki.Gott að geta faðmað þig og stelpu skottið er alsæl með peysuna
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 20:55
Auður Guðjónsdóttir er kjarnakona og hefur aldeilis lyft grettistaki og gert stórkostlega hluti. Hún er ótrúleg.
Sigrún Óskars, 16.6.2010 kl. 20:57
Knús Ásdís mín
Sömuleiðis Birna mín, það er gott að knúsa þig :)
Sigrún góða grannkona ég er alveg sammála því
Ragnheiður , 16.6.2010 kl. 21:30
Missti af öllu nema viðtalinu við ungu konuna og mér fannst hún svo sterk að þora að koma fram fyrir alþjóð og segja: ég keyrði drukkin og endaði í hjólastól.
Knús og klús
Kidda, 17.6.2010 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.