Ekki fyrsta leitin

sem fram fer þar. Svo merkilegt sem það er þá hefur oft mesti vibbinn grasserað í næsta nágrenni lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu.

Látum okkur sjá

Keisarinn var þarna rétt neðan við Hlemm.

Vændishúsið var á Hverfisgötu 105 sem er næsta horn við polítíið - sama hús og stórar stelpur sem er víst þrælfín búð (segir systir mín amk)

Svo hefur Draumurinn (réttnefni ? - nei held ekki sko) verið lengi þarna á Rauðarárstíg

Kaffi Stígur var líka á Rauðarárstíg en honum hefur verið lokað. Þegar Aldan mín var að tapa baráttunni við krabbann þá fengu þau íbúð hjá Krabbameinsfélaginu á Rauðarárstíg og þar var í sama húsi og Kaffi Stígur (oftast kallað kaffi skítur) . Þá var ég nokkuð undrandi en kannski hafa íbúðirnar í þessu húsi verið á góðu verði fyrir félagið og ekkert slæmt um það að segja.

En nágrennið sífellt við lögregluna er nokkuð fyndinn snúningur :)

Að allt öðru. Áðan var leikur á HM Danmörk - Holland. Við sáum smá af honum í ræktinni og ætluðum svo að sjá seinni hlutann hér heima en nei...Stöð 2 sport með hann og þá er það læst dagskrá...við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að skipta yfir á danska sjónvarpið en nei - danir sýna ekki fótboltann beint, það var hægt að stilla á textasendingu frá leiknum ! ISS..!!


mbl.is Eigandi söluturns í gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svo lítil boltakona að ég var ekki búin að kveikja á imbanum, horfi þegar ég hef ekkert annað að gera. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.6.2010 kl. 13:55

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta var nefnilega málið að þeir fengu íbúðirnar ódýrt, það hefur löngum loðað við Hlemm og svæðið þar um kring sori sem er ekki góður, man meira að segja eftir því er ég var unglingur að það var ólöglegt spilavíti í stóra húsinu fyrir aftan Hlemm
Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2010 kl. 14:55

3 Smámynd: Kidda

Já það var spilavíti með vitneskju löggunnar, Hlemmur hefur alltaf haft sitt orð á sér. En Draumurinn er búin að vera mér hulin ráðgáta, hvernig stendur á því að hún hefur fengið að vera óáreitt árum saman. Þar hefurðu getað verslað ýmislegt sem fæst venjulega ekki í öðrum búðum en samt verið látið viðgangat. Er komin ný klíka hjá fíknó sem lætur sumt ekki í friði sem áður fékk að vera í frið. Hvað veit maður, loksins núna eftir mörg ár þá er málið skoðað.

Knús og klús

Kidda, 14.6.2010 kl. 18:24

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þetta er svolítið sérkennilegt, eins og með mörg önnur mál sem fá að vera í friði, en önnur tekin fyrir, hver stjórnar þessu eiginlega????????????

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2010 kl. 19:30

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Núna eru tveir "keisarar"  og lögreglan virðist vera afskiptalaus. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.6.2010 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband