spurning
4.6.2010 | 21:18
hvort fólk er á leiðinni í öskuflótta eða bara í frí eins og fólk gerir.
Þessi aska hér sunnanlands truflar okkur lungnaspaðana - mismikið auðvitað. Ég get ekki verið úti og á dálítið bágt þegar ég þarf að komast milli húsa. Samt er ég alls ekki svo slæm , ég finn til með þeim sem eru verri í lungunum en ég.
Ég hinsvegar fæ strax aukaverkanir astmans, þessa lamandi þreytu sem orsakast líklegast af lélegri súrefnisupptöku. Fer sko bráðum að lúlla mér.
°°°°° °°°°°
Ég horfði á nýjan borgarstjóra uppi á þaki í dag og reyndi enn að skilja hann - hann segir ekkert hvað hann vill gera og ég er að spá í. Getur verið að hann vilji ekkert segja ? Það er ekki hægt að hanka hann á að hann hafi sagt þetta og hitt ef hann bullar bara ? Ég vil nú ekki ganga svo langt að segja að mér lítist ekki á þetta - ég vil nefnilega sjá og gefa þessu sjéns.
°°°°° °°°°°
Annars þyrfti ég að komast út úr húsi - ég finn ekki hann Rómeó minn , rauðbröndótta töffarann minn.
Mikil umferð út úr öskunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér líst vel á Jón Gnarr. Ég held hann auki gleði landsmanna sem síðan eykur vinnugleði (og framlegð) sem skilar sér í fleiri krónum í ríkiskassann sem síðan styttir kreppuna.
Mér finnst að askan eigi bara að falla einn dag á ári. Á öskudag.
Anna Einarsdóttir, 4.6.2010 kl. 21:48
Ég er illa stödd hér í bæ með mín lungu, þyrfti að komast norður, ætla að sjá til í nokkra daga. Farðu vel með þig Ragga mín. Mér líst ekkert á Jón og Dag, en þeir fá sinn séns eins og aðrir.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2010 kl. 22:26
Vonandi skilaði þinn rauðbröndótti köttur sér
Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2010 kl. 01:06
Sammála Önnu bæði með Gnarrinn og öskuna. Best væri ef það kæmi rétt átt af miklum krafti í nokkra daga sem myndi feykja öskunni langt út á haf og hún kæmi ekki aftur. Fékk smá nasasjón af því hvað bíður mín ef ég hætti ekki að reykja fljótlega, finn til í lungunum eftir að hafa verið út í gær í þessu öskufalli.
Yfir Álftanesini var brúnn mökkur séð frá mér svo að ég skil þig vel.
Vona að Rómeó hafi bara farið í skjól fyrir öskunni og skilað sér svo heim.
Knús og klús
Kidda, 5.6.2010 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.