Allt verður vesalings Framsókn að meini !
1.6.2010 | 08:42
Og nú éta þeir hvern annan. Alveg undarlegur flokkur ! Ungliðar stórmóðgaðir við G.Steingríms í gær og svo koma upp á yfirborðið misleiðinlegar játningar úr Reykjavíkurdeildinni.
Ég sá á netinu í gær að einhver kallaði framsóknarmenn hetjur, af forvitni fór ég að skoða og jú - viti menn. Hetjuskapurinn var að viðurkenna vakandi að viðkomandi væri framsóknarmaður....
Ég fór ekki mikið inn á bloggið í aðdraganda sveitastjórnakosninga. Fyrir því var einföld ástæða. Mér leiðist þegar fólk veður inn á annarra manna blogg með fúkyrðaflaum vegna þess að bloggarinn vill endilega auglýsa það framboð sem hann styður. Ég meina hvernig getur kjósandi í Reykjavík metið hvaða flokkur á heimavelli er bestur fyrir Dalvík ? í mínum huga eru sveitarstjórnarkosningar bara alllt annað mál en alþingiskosningar !
Ég skoða listana í s- kosn og vel svo þann sem mér líst best á.
Margir höfðu ekki trú á framboðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já víst eru misjafnar áherslur. Enda finnst mér að í sveitastjórnarkosningum eigi að vera persónukjör en ekki flokkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2010 kl. 09:59
Mikið er ég sammála þér Cesil, ekkert nema persónukosningar í sveitastjórnarkosningum og helst líka að landið verði eitt kjördæmi og þar væri líka persónukosningar.
Knús og klús
Kidda, 1.6.2010 kl. 12:55
Ég var svo heppin að það fólk sem mér leist best á hér í bæ var allt í sama flokki svo ég var ekki í vandræðum með að kjósa, skoðaði þó allt vel.Knús á nesið
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2010 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.