SAFFRAN

þangað fórum við í gær, til að prufa. Í sporthúsinu er auglýsingar frá þeim og þar kemur fram að um hollan og góðan mat sé að ræða. Við ákváðum að prufa. Við fórum í SAFFRAN í Glæsibæ og pöntuðum Sesarsalat og tandoori lamb, þvílíkt góðgæti - við erum enn að hugsa um matinn þarna. Þjónustan afbragð líka, staðurinn hreinn og fínn og biðin nánast engin.

Mæli með þessu.

 

Svo vil ég stinga upp á að fyrirtækið Míla verði valið fyrirtæki ársins 2010. Þvílík þjónusta að hafa vefmyndavélarnar fyrir fólk til að sjá eldgosið.

 

Deilið með mér jákvæðum fréttum hér í kommentakerfið - það er skemmtilegt :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Hef farið nokkrum sinnum á Saffran og maturinn er bæði rosalega góður og ódýr.

Mílan er ágæt en mér finnst meira spennandi að horfa á vodafone.is/eldgos þá sér maður nær gígjökli þar sem lónið var.

Ef eitthvert fyriritækið tæki að sér að eyða skýjunum í kring um Eyjafjallajökul þá myndi ég vilja sæma það fyrirtæki verðlaunum

Kidda, 7.5.2010 kl. 12:46

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Safran er toppurinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2010 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband