æj úpps

Nú um stundir er ég tæknilega ógift en ég á hinsvegar 3 kisustráka. Tveir eru líklega ekki hjónabandstækir vegna ....já.....

líklega bara hvort eð er....

ég var bara að spá í hvernig ég ætti að velja brúðgumann...

Rómeó

TumaTígur

Rebba


mbl.is Giftist kettinum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núorðið getur hver sem er gifst hverjum eða hverju sem er.  Alveg skýlaus mannréttindi, ekki satt?  Skyptir þá engu aldur, kyn, dýrategund, skyldleiki eða  eitthvað annað

Þórhallur Pálsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 11:57

2 Smámynd: halkatla

Þetta er sú fegursta brúður sem ég hef séð

varðandi þitt val þá verður þú að bíða þess að einn þeirra beri upp bónorðið, ekki satt?

halkatla, 3.5.2010 kl. 12:06

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vitaskuld Rómeó.  Það er svo rómantískt. 

Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir öflugt hugmyndaflug hafði mér aldrei dottið sá möguleiki í hug að giftast ketti.  Og nú er það orðið of seint !

Anna Einarsdóttir, 3.5.2010 kl. 12:34

4 Smámynd: Rebekka

Þetta myndi ég hreinlega flokka undir dýraníðslu!   Eigandi kisunnar hefur greinilega ekkert spurt hana álits, heldur einfaldlega ályktað fyrir hennar hönd að hún vildi giftast sér.  Kannski var læðan einfaldlega sátt við fyrirkomulagið eins og það var, og hafði engin áform um giftingu.  

Ég heimta að fá að sjá undirritaða yfirlýsingu frá kisunni, sem og hjónabandsvottorðið.  Annars er þetta greinilega afar einhliða samband. 

Rebekka, 3.5.2010 kl. 13:43

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er samt nokkuð viss um að hún sagði (m)já. 

Anna Einarsdóttir, 3.5.2010 kl. 17:25

6 Smámynd: Ragnheiður

Haha við eitthvað tækifæri hefur hún sagt (m)já haha ....

En ég bíð eftir bónorðinu, fer nú nálægt því núna- er að sjóða fisk haha . Rómeó hefur mikinn áhuga á málinu og mér í leiðinni

Ragnheiður , 3.5.2010 kl. 17:58

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert auðvitað búin að átta þig á þeirri staðreynd að ástin verður til í gegnum magann. 

Anna Einarsdóttir, 3.5.2010 kl. 20:51

8 Smámynd: drilli

"ástin verður til í gegnum magann" sagði konan, þá má minna á það að kettir eru taldir herramannsmatur sumsstaðar í heiminum. Og því ekki það ?

drilli, 4.5.2010 kl. 09:50

9 Smámynd: Ragnheiður

drilli stingur upp á að ég éti kisana mína ....mikið er ég fegin að þeir eru ekki læsir. TumiTígur myndi ekki þora að þiggja mat.

Ragnheiður , 4.5.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband