Ofstækið í allar áttir
23.4.2010 | 07:42
og það hræðir mig.
Ég sá slitrur úr mynd sem sýnd var á stöð 2 fyrir fréttir í gær, í opinni dagskrá. Maður fer nú ekki að játa á sig áskrift þar opinberlega..tíhíhí
Ég á mína trú, trúi að ég hitti Himma aftur- einhvernveginn. Minn Guð er samt ekki svona óumburðarlyndur eins og þessi Guð þessarar fjölskyldu (most hated family in america- Westboro babtist church) Þeirra Guð er bara hreinlega vondur- illur.
Minn Guð er nú ekki að æsa sig yfir öllum sköpuðum hlutum, hommum fóstureyðingum og hvað það nú allt er sem fer í taugarnar á Guði þeirra sértrúarsafnaðarmanna.
Boðorðin eru hins vegar viðmiðunarlínurnar. En þau þurfa svosem ekki að fylgja trú. Þau og svipaðar reglur ættu einfaldlega að vera mannleg viðmið. Reglur um hegðun og framkomu við aðra. Ekki til að setja sig á háan hest eins og sumir í sértrúarsöfnuðum gera, þykjast voða góðir en það er bara á meðan þú ert sammála þeim í ofsanum- svo ertu bara ónýtt apparat ef þú vilt ekki ganga um afhausandi fólk sem er þó alltaf að reyna að leysa úr sínum aðstæðum.
Vonandi er þetta ekki of ruglingslegt og best að taka þetta að lokum saman í eina línu.
Ég er skíthrædd við ofsatrú !
Öskuskýið var heilög refsing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ójá! Ofstæki er aldrei gott - alveg sama í hvaða mynd það birtist. Ég held að svona ofstæki tengist svolítið alkóhólistasyndrominu.
Ég sé þetta svo víða þar sem fólk á við áfengisvanda að stríða.
Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2010 kl. 10:54
Þú ert ekki ein um það. Öfgar eru ekki góðar.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.